Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fuglainflúensa hefur nú greinst í hröfnum m.a.
Fuglainflúensa hefur nú greinst í hröfnum m.a.
Mynd / Logga Wiggler
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Matvælastofnun (Mast) greinir frá því að uppi sé rökstuddur grunur um fuglainflúensu, bæði í hröfnum og öðrum villtum fuglum. Bráðabirgðaniðurstöður úr sýnum úr villtum fuglum gefi til kynna sýkingu með fuglainflúensuveirum. Samhliða hafi í auknum mæli borist tilkynningar til Mast um veika eða dauða villta fugla.

Almenningi er ráðlagt að handsama ekki villtan fugl sem er hættur að forða sér í burtu, heldur skal tilkynna slíkan fund til Mast og fylgjast með fuglinum. Allir sem halda alifugla og aðra villta fugla skulu viðhafa ýtrustu smitvarnir til að koma í veg fyrir smit frá villtum fuglum í eigin fugla.

Sýni hafa verið tekin úr tveimur hröfnum sem fundust annars vegar á Laugarvatni og hins vegar í Öræfum. Þá hefur verið tekið sýni úr hettumávum á Húsavík. Annar hrafnanna fannst veikur og drapst svo, hinn hrafninn virtist vera heilbrigður en gat ekki flogið. Hann var tekinn til aðhlynningar en um síðustu helgi, tveimur vikum eftir að hann fannst, var hann aflífaður þar sem ástandi hans hrakaði mikið. Hettumávarnir fundust dauðir á Húsavík. Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum greindi fuglainflúensuveirur í þessum sýnum en beðið er staðfestingar á meinvirkni og gerð fuglainflúensuveiranna. Vísbendingar eru þannig um að fuglainflúensa gæti verið víða í villtum fuglum um þessar mundir.

Mast ítrekar að allir sem halda alifugla og aðra fugla skuli gæta ýtrustu smitvarna, því meiri hætta er nú á að smit leynist í umhverfi fuglahúsa. Stofnunin mun endurskoða viðbúnaðarstig þegar endanlegar niðurstöður um gerð veiranna liggur fyrir.

Skylt efni: fuglainflúensa

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...