Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Ein af myndunum sem var sýnd á íbúafundinum en á henni sést skipulagssvæðið og hvernig það skiptist niður eftir eðli starfseminnar.
Ein af myndunum sem var sýnd á íbúafundinum en á henni sést skipulagssvæðið og hvernig það skiptist niður eftir eðli starfseminnar.
Mynd / mhh
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

Fyrirtækið Steinar Resort ehf. stefnir að því að byggja upp fjölbreytta ferðaþjónustu á jörðinni Ásmúlaseli, Ásmúla 1B og Ásmúla 1C skammt frá þéttbýli Hellu í Rangárþingi ytra.

Sveitarstjórn Ásahrepps bauð til opins kynningarfundar fimmtudagskvöldið 3. október þar sem fjölmargir íbúar mættu til að hlusta á kynningu á verkefninu. Mikil andstaða kom fram við hugmyndina á fundinum og ekki síst höfðu íbúar miklar áhyggjur af mikilli umferð í kringum starfsemina á sama tíma og fjölmörg hrossaræktarbú eru í næsta nágrenni við fyrirhugaða uppbyggingu.

Gert er ráð fyrir áfangaskiptri uppbyggingu og að uppbygging hefjist sumarið 2026. Borað verður eftir vatni innan svæðisins. Um áttatíu starfsmenn munu verða ráðnir til að sinna rekstrinum og er gert ráð fyrir allt að 55 starfsmannaíbúðum innan svæðisins, þar sem föst búseta verður heimiluð.

Steinar Resort ehf. vinnur að sambærilegu verkefni undir Eyjafjöllum á bænum Steinar 1. Þar er gert ráð fyrir uppbyggingu á svipaðri ferðamannaaðstöðu þar sem gert er ráð fyrir um 200 herbergja hóteli við þjóðveginn. Ekki kom fram á fundinum hver kostnaður við verkefnið er.

Skylt efni: Ásahreppur

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...