Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ein af myndunum sem var sýnd á íbúafundinum en á henni sést skipulagssvæðið og hvernig það skiptist niður eftir eðli starfseminnar.
Ein af myndunum sem var sýnd á íbúafundinum en á henni sést skipulagssvæðið og hvernig það skiptist niður eftir eðli starfseminnar.
Mynd / mhh
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

Fyrirtækið Steinar Resort ehf. stefnir að því að byggja upp fjölbreytta ferðaþjónustu á jörðinni Ásmúlaseli, Ásmúla 1B og Ásmúla 1C skammt frá þéttbýli Hellu í Rangárþingi ytra.

Sveitarstjórn Ásahrepps bauð til opins kynningarfundar fimmtudagskvöldið 3. október þar sem fjölmargir íbúar mættu til að hlusta á kynningu á verkefninu. Mikil andstaða kom fram við hugmyndina á fundinum og ekki síst höfðu íbúar miklar áhyggjur af mikilli umferð í kringum starfsemina á sama tíma og fjölmörg hrossaræktarbú eru í næsta nágrenni við fyrirhugaða uppbyggingu.

Gert er ráð fyrir áfangaskiptri uppbyggingu og að uppbygging hefjist sumarið 2026. Borað verður eftir vatni innan svæðisins. Um áttatíu starfsmenn munu verða ráðnir til að sinna rekstrinum og er gert ráð fyrir allt að 55 starfsmannaíbúðum innan svæðisins, þar sem föst búseta verður heimiluð.

Steinar Resort ehf. vinnur að sambærilegu verkefni undir Eyjafjöllum á bænum Steinar 1. Þar er gert ráð fyrir uppbyggingu á svipaðri ferðamannaaðstöðu þar sem gert er ráð fyrir um 200 herbergja hóteli við þjóðveginn. Ekki kom fram á fundinum hver kostnaður við verkefnið er.

Skylt efni: Ásahreppur

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f