Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ein af myndunum sem var sýnd á íbúafundinum en á henni sést skipulagssvæðið og hvernig það skiptist niður eftir eðli starfseminnar.
Ein af myndunum sem var sýnd á íbúafundinum en á henni sést skipulagssvæðið og hvernig það skiptist niður eftir eðli starfseminnar.
Mynd / mhh
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

Fyrirtækið Steinar Resort ehf. stefnir að því að byggja upp fjölbreytta ferðaþjónustu á jörðinni Ásmúlaseli, Ásmúla 1B og Ásmúla 1C skammt frá þéttbýli Hellu í Rangárþingi ytra.

Sveitarstjórn Ásahrepps bauð til opins kynningarfundar fimmtudagskvöldið 3. október þar sem fjölmargir íbúar mættu til að hlusta á kynningu á verkefninu. Mikil andstaða kom fram við hugmyndina á fundinum og ekki síst höfðu íbúar miklar áhyggjur af mikilli umferð í kringum starfsemina á sama tíma og fjölmörg hrossaræktarbú eru í næsta nágrenni við fyrirhugaða uppbyggingu.

Gert er ráð fyrir áfangaskiptri uppbyggingu og að uppbygging hefjist sumarið 2026. Borað verður eftir vatni innan svæðisins. Um áttatíu starfsmenn munu verða ráðnir til að sinna rekstrinum og er gert ráð fyrir allt að 55 starfsmannaíbúðum innan svæðisins, þar sem föst búseta verður heimiluð.

Steinar Resort ehf. vinnur að sambærilegu verkefni undir Eyjafjöllum á bænum Steinar 1. Þar er gert ráð fyrir uppbyggingu á svipaðri ferðamannaaðstöðu þar sem gert er ráð fyrir um 200 herbergja hóteli við þjóðveginn. Ekki kom fram á fundinum hver kostnaður við verkefnið er.

Skylt efni: Ásahreppur

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f