Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Helga Harðardóttir og Kristján Þ. Halldórsson, umsjónaraðilar Brothættra byggða.
Helga Harðardóttir og Kristján Þ. Halldórsson, umsjónaraðilar Brothættra byggða.
Mynd / Byggðastofnun
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggðastofnun. Með fjárframlaginu á að auka viðspyrnu byggðarlaga sem glíma við erfiðleika.

Verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir, hófst fyrir rúmum áratug, en meginmarkmið þess er að sporna við viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðarkjörnum og sveitum landsins.

Verkefnið hefur almennt gengið vel og ánægja verið ríkjandi hjá þeim byggðarlögum sem tekið hafa þátt, en þau eru fjórtán talsins. Teljanlegar framfarir hafa orðið nær undantekningarlaust, enda virk þátttaka, frumkvæði og samstaða íbúa og sveitarfélaga almennt góð.

Kristján Þ. Halldórsson, sérfræðingur á þróunarsviði og fulltrúi verkefnisins frá upphafi, segir að samkvæmt byggðaáætlun hafi verkefnið úr 120 milljónum kr. að spila árlega en nú bætast við 45 milljónir kr.. á ári í þrjú ár með nýsamþykktu viðbótarframlagi.

Mun framlagið skiptast á þrjú ár, 2025–2027, og er markmiðið að auka viðspyrnu í þeim byggðarlögum sem á þurfa að halda, liðka fyrir þátttöku fleiri byggðarlaga, lengja gildistíma nýrra samninga og auka þannig stuðning við frumkvæðisverkefni. Til viðbótar verður tveimur byggðarlögum sem hafa verið þátttakendur í verkefninu en glíma enn við örðugleika, boðið að taka þátt í tilrauna-/ átaksverkefni til að fylgja eftir frekari árangri. Á málþingi sem haldið var á Raufarhöfn fyrir ári síðan sögðu þau Kristján og Helga Harðardóttir, sem einnig er sérfræðingur þróunarsviðs, að unnið væri að því að taka fleiri byggðarlög sem falla undir hatt verkefnisins.

Kristján og Helga segja aukaframlag Byggðastofnunar skipta verulega miklu máli og kærkomin viðbót við að styrkja starf Brothættra byggða enn frekar.

Auk þess gefi það tækifæri til að kanna leiðir og gera tilraun til að koma til móts við byggðarlög sem voru þátttakendur á fyrri árum verkefnisins en eru þrátt fyrir það í þröngri stöðu um þessar mundir.

„Við erum að bræða með okkur og þreifa á áhuga á slíku tímabundnu tilrauna- og átaksverkefni til þriggja ára. Því erum við á þessari stundu ekki í stöðu til að upplýsa hvaða byggðarlög munu verða þátttakendur. Á hinn bóginn getum við sagt að stuðningurinn frá Byggðastofnun inn í þessi verkefni er fyrst og fremst hugsaður til að styðja við bakið á frumkvöðlum í viðkomandi byggðarlögum. Verkefnin verða unnin í samstarfi við landshlutasamtök og sveitarfélög og það er jafnframt von okkar að þetta geti orðið til þess að íbúar nýti tækifærið til frekara samtals og samstarfs um hagsmuni og möguleika síns samfélags,“ segir Kristján

Skylt efni: Byggðastofnun

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...