Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Gáfuð ofursvín gera usla
Utan úr heimi 2. mars 2023

Gáfuð ofursvín gera usla

Höfundur: Vilmundur Hansen

Blendingsstofn af svínum, sem búin voru til með æxlun ali- og villisvína í Kanada um 1980, þykja almennt betur gefin og úræðabetri en foreldrarnir.

Ekki liðu mörg ár þar til nokkrum af ofursvínunum var sleppt úr haldi og hófu nýtt líf í náttúrunni og eins og svína er siður fjölgaði þeim hratt og útbreiðsla þeirra óx að sama skapi.

Nú er svo komið að svínin eru farin að leita yfir landamærin til norðurríkja Bandaríkjanna þar sem litið er á þau sem ólöglega innflytjendur og ógn við náttúruna.

Upprunaleg hugmynd með að æxla saman ali- og villtum svínum var að ná fram stofni sem gæfi meira af sér og þyldi betur kalt veðurfar í Kanada. Eftir verðfall á svínakjöti í landinu slepptu nokkrir bændur svínunum sínum lausum með þeim afleiðingum að þau urðu með tímanum víða til vandræða.

Svínin er á bilinu 70 til 90 kíló að þyngd, alætur og árásargjörn sé að þeim veist. Auk þess sem þau eru harðgerð og úrræðagóð þegar kemur að því að leynast og því erfitt að fækka þeim þar sem þau hafa á annað borð komið sér fyrir.

Skylt efni: Svínarækt

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...