Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Mynd / Bbl
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM) og Beint frá býli, hefur sagt starfi sínu lausu sem hún hefur gegnt frá stofnun SSFM árið 2019.

Árið 2022 varð Beint frá býli aðildarfélag SSFM og upp frá því hafa félögin haft sameiginlega stefnu og aðgerðaáætlun. „ Í dag eru í kringum 220 fyrirtæki í SSFM/ BFB, 80% á landsbyggðinni og 20% á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Oddný.

Hún hyggst láta af störfum þegar nýr framkvæmdastjóri hefur tekið við en hefur ráðið sig til ráðgjafarstarfa fyrir Bændasamtök Íslands (BÍ).

„Hún er ráðin inn sem verktaki, tímabundið, varðandi ýmis afmörkuð verkefni, þar með talin verkefni sem snúa að þeirri lagaog reglugerðarumgjörð sem snýr að heimavinnslu og sölu afurða milliliðalaust og beint frá bændum,“ segir Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri BÍ.

„Hún hefur yfirgripsmikla þekkingu á málaflokknum, til að mynda hvar stjórnvöld geti gert betur til að auðvelda þeim bændum ferlið sem fylgir því að vinna afurðir sínar heima og selja áfram milliliðalaust. Þá hefur hún enn fremur mikla reynslu og þekkingu á viðskiptaumhverfinu og síðan vel kunnug landbúnaðinum eins og flestir vita, þannig að það er bara virkilega mikill fengur að fá hana til að vera Bændasamtökunum til ráðgjafar. Beint frá býli er náttúrlega aðildarfélag að BÍ líka,“ segir Margrét Ágústa enn fremur.

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...