Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Dósent 22-400 (L71) frá Dísarstöðum raðast númer eitt yfir hæst stiguðu hrúta landsins haustið 2022.
Dósent 22-400 (L71) frá Dísarstöðum raðast númer eitt yfir hæst stiguðu hrúta landsins haustið 2022.
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Höfundur: Eyþór Einarsson ráðunautur búfjárræktar- og þjónustusviðs

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og hefur hann einungis þrisvar sinnum í sögunni farið hærra og miðað við síðastliðin 10 ár er þetta gott meðalár. Gerð sláturlamba var sú næstbesta frá því EUROP kerfið var tekið upp, eða 9,32, en hæst fór gerðareinkunnin á síðasta ári, þá 9,43. Fitueinkunn sláturlamba var 6,31 sem er heldur lægra en á síðustu árum og í raun æskilegt að stefna á að hækka þá tölu. Sláturlömbin hafa hins vegar ekki verið færri í meira en tvo áratugi.

Það var víða að finna góð lömb, þó engin met hafi verið slegin. Munur milli héraða var talsvert meiri en stundum áður og var það sérstaklega á norðausturhorni landsins sem lömb voru talsvert rýrari en undanfarin ár og veldur þar óhagstætt árferði á þeim slóðum.

Í heildina voru skoðuð 53.473 lömb í haust, samkvæmt skráningum í Fjárvís 9. desember 2022. Þar af voru lambhrútar um 10.700 talsins. Skoðuðum lömbum fækkar því um 13% á milli ára en frá haustinu 2017 hefur fjöldi lamba sem farið hafa í gegnum hendur ráðunautanna losað 60 þúsund. Eitthvað getur þó enn legið af óskráðum dómum. Fækkunin var mest í Snæfells- og Hnappadalssýslu, Norður-Þingeyjarsýslu og Austur-Skaftafellssýslu en á þessum svæðum er samdráttur um og yfir 30% milli ára.

Flestir lambhrútar voru skoðaðir í Strandasýslu, eða 1.450, en þar eru mörg öflug sölubú og síðan voru afkvæmarannsóknir fyrir sæðingastöðvarnar á tveim búum í sýslunni sem hefur sitt að segja. Í Suður-Þingeyjarsýslu voru hrútar að jafnaði hæst stigaðir en þar voru um 640 lambhrútar með 85,7 stig að meðaltali. Bakvöðvi þeirra mældist 32,4 mm sem jafnframt er hæsta meðaltalið ef sýslurnar eru bornar saman.

Efstu hrútar

Í stóru töflunni er að finna yfirlit yfir 5 hæst stiguðu lambhrúta í hverri sýslu. Hrútunum er raðað á hefðbundinn hátt, þar sem fyrst er raðað eftir heildarstigum, síðan eftir samanlögðum stigum fyrir gerðarþætti, þá eftir bakvöðva, síðan fituþykkt og ef einhverjir standa enn jafnir er raðað eftir lögun vöðvans. Efstu hrútar landsins þetta haustið eru með 91 stig en það voru 5 hrútar sem náðu þeim árangri.

Ef þeim er raðað innbyrðis standa efstir tveir albræður frá Dísarstöðum í Árnessýslu (lambanúmer 71 og 72). Þeir eru synir Sudda 17-872 frá Skarðaborg. Móðir þeirra er mögnuð afurðaær, dóttir Birkis 10-893 frá Bjarnastöðum og er hún nú að fara á tíunda vetur.

Þriðji hrúturinn í röðinni er frá Hríshóli í Eyjafirði (lamb nr. 268) og hefur hann hlotið nafnið Dalur. Faðir hans er Glitnir 19-848 frá Efri-Fitjum en í móðurætt má rekja hann til kaupakinda frá Þrasastöðum í Fljótum og Hafrafellstungu í Öxarfirði. Fjórði í röðinni er kollóttur hrútur frá Efri-Fitjum, svarbotnóttur sem hefur hlotið nafnið Meistari (lambanúmer 115). Föðurfaðir hans er Móri 13-982 frá Bæ. Meistari er aðeins blandaður af hyrndu og kollóttu en MMF er Grámann 10-884 frá Bergsstöðum. Þessi hrútur er arfhreinn fyrir lítið næmu arfgerðinni AHQ. Fimmti hrúturinn sem náði 91 stigi er frá Rauðholti í Hjaltastaðaþinghá, lamb númer 677. Föðurfaðir hans er Glitnir 19-848 frá Efri-Fitjum.

Ef skoðað er hvaða sæðingahrútar eiga mesta hlutdeild í topp lambhrútunum þetta haustið, kemur það vart á óvart að Viðar 17-844 frá Bergsstöðum er hér atkvæðamestur en hann á 5 syni. Viðar var langmest notaði hrútur stöðvanna síðasta vetur enda gríðarlega sterkur lambafaðir.

Það var því mikið áfall að það þyrfti að fella hann sökum þess að hann virðist erfa frá sér bógkreppu og er hann því mjög varasamur í framræktun. Þeir Suddi 17-872 frá Skarðaborg og Galli 20-875 frá Hesti koma næstir með 4 hrúta hvor.

Að lokum

Það eru miklar áskoranir fram undan í sauðfjárræktinni, líkt og stundum áður. Framleiðslan hefur dregist saman sem má ætla að sé bein afleiðing af lélegri afkomu í greininni undanfarin ár, auk þess sem riðuveikin hefur höggvið stór skörð í fjárbúskapinn í sumum sveitum. Nú þarf að snúa vörn í sókn. En það er líka ýmislegt jákvætt. Afurðaverðið tók stórt skref í rétta átt í haust, eftirspurn eftir lambakjöti virðist orðin heldur meiri en framboð og nýjar vonir hafa vaknað í baráttunni við riðuveikina. Einnig hefur eftirspurn eftir góðri ull aukist og talsverð vöruþróun átt sér stað með þá afurð.

Afurðastöðvarnar hafa kallað eftir vænni skrokkum þar sem þungir skrokkar eru hagkvæmari til vinnslu og allar afurðastöðvar borga nú best fyrir fituflokk 3. Áfram þarf því að huga að áherslum í ræktunarstarfinu m.t.t. fitunar. Ýmislegt er spennandi í gangi varðandi baráttu við erfðagalla og þá verður það verðug áskorun á næstu árum að innleiða verndandi arfgerðir í stofninn án þess að gefa nokkuð eftir í framförum í öðrum
eiginleikum. Fram undan eru skemmtileg, spennandi og krefjandi verkefni í ræktunarstarfinu.

Skylt efni: Lambadómar

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Manstu vorið?
10. september 2024

Manstu vorið?

Frekari fækkun sláturgripa
12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum