Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Shri Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, í Hyderabad House í Nýju-Delí.
Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Shri Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, í Hyderabad House í Nýju-Delí.
Mynd / Flickr
Fréttir 30. janúar 2026

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Evrópusambandið og Indland hafa lokið tuttugu ára samningaviðræðum um víðtækan fríverslunarsamning sem nær til vöru- og þjónustuviðskipta, skapar fríverslunarsvæði tveggja milljarða manna og er ætlað að styrkja efnahagsleg og pólitísk tengsl.

Fríverslunarsamningur Evrópusambandsins og Indlands var kynntur í Nýju-Delí í vikunni og hefur verið fagnað af leiðtogum beggja aðila. Forseti framkvæmdastjórnar ESB, Ursula von der Leyen, lýsti samningnum sem „móður allra samninga“ og sagði Evrópu og Indland vera að „skrifa söguna“ með því að koma á fríverslunarsvæði tveggja milljarða manna.

Samningaviðræður um fríverslun hófust upphaflega árið 2007, voru stöðvaðar um tíma, en teknar upp að nýju 2022. Formlega var tilkynnt um að samningaviðræðum hefði verið lokið 27. janúar sl. Samningurinn kemur á sama tíma og Indland glímir við 50 prósenta tolla á útflutning sinn til Bandaríkjanna og Evrópusambandið við 15 prósenta tolla á útflutning til sama markaðar.

EFTA‑ríkin hafa þegar gert fríverslunarsamning við Indland, sem undirritaður var í mars fyrir tæpum tveimur árum. Sá samningur fól meðal annars í sér afnám tolla á sjávarafurðum og helstu iðnaðarvörum frá Íslandi en einnig tollfríðindi fyrir lambakjöt og óáfenga drykki.

Umfangsmikil áhrif á viðskipti

Evrópusambandið er stærsti viðskiptaaðili Indlands og námu vöruskipti þeirra 120 milljörðum evra árið 2024. Indland er jafnframt níundi stærsti viðskiptaaðili ESB. Samningnum er ætlað að rýmka markaðsaðgengi evrópskra fyrirtækja að fjölmennasta ríki heims, með 1,45 milljarða íbúa, og er talið að hann geti tvöfaldað útflutning ESB á vörum til Indlands fyrir árið 2032.

Samkvæmt samningnum verða tollar afnumdir eða lækkaðir á yfir 96 prósent útflutningsvara ESB. Þar á meðal eru landbúnaðar- og matvælavörur á borð við vín, ólífuolíu, súkkulaði og kökur, þar sem tollar á Indlandi hafa verið háir, að meðaltali 36 prósent og í sumum tilvikum allt að 150 prósent. Á móti eru viðkvæmir landbúnaðargeirar verndaðir, og hefur ESB ákveðið að halda tollum á meðal annars nautakjöti, hrísgrjónum, sykri og kjúklingakjöti. Samningurinn kveður á um samstarf um landfræðilegar merkingar til verndar hefðbundnum landbúnaðarvörum. Indverjar hyggja á aukinn útflutning til ESB á efnavörum og lyfjum, og sömuleiðis stáli.

ESB leggur í samningnum ríka áherslu á að heilbrigðis- og matvælaöryggisstaðlar sambandsins verði ekki rýrðir.

Í Evrópu eru uppi áhyggjur af því að aukinn markaðsaðgangur Indlands geti haft neikvæð áhrif á ákveðnar atvinnugreinar, einkum í léttum iðnaði og landbúnaði, þrátt fyrir að viðkvæmir geirar hafi verið undanskildir í samningnum. Bent hefur verið á að slíkar áhyggjur gætu orðið pólitískt eldfimar í sumum aðildarríkjum.

Þá benda greiningar til að loftslags- og umhverfiskröfur ESB kunni að valda ágreiningi við framkvæmd samningsins. Sérstaklega er nefndur mögulegur árekstur milli fríverslunar og reglna ESB um kolefnistolla og sjálfbærni, sem gætu reynst indverskum útflytjendum íþyngjandi.

Gæti runnið út í sandinn

Shri Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, sagði samninginn marka tímamót eftir nær tveggja áratuga viðræður. „Þessi samningur mun færa 1,4 milljörðum manna á Indlandi og milljónum Evrópubúa fjölmörg tækifæri,“ sagði Modi og benti á að Indland myndi njóta góðs af auknum útflutningi, meðal annars í textíl-, skartgripa- og leðuriðnaði.

Al Jazeera og Reuters greina frá því að formleg undirritun samningsins fari fram eftir lagalega yfirferð, sem gæti tekið fimm til sex mánuði, og að hann taki gildi innan árs. Fjölmiðlar benda þó á að slíkt ferli geti jafnvel stöðvast, líkt og nýleg mótmæli gegn samningi ESB við Mercosur sýna.

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur
Fréttir 30. janúar 2026

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur

Evrópusambandið og Indland hafa lokið tuttugu ára samningaviðræðum um víðtækan f...

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...