Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ungir grísir í eldi.
Ungir grísir í eldi.
Mynd / ÁL
Fréttir 9. maí 2023

Eftirlit með svínum með því mesta sem framkvæmt er með dýrum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælastofnun (MAST) vekur athygli á því hvernig fyrirkomulagi dýraeftirlits með svínum er háttað, í umfjöllun á vef sínum. Það sé með því mesta sem framkvæmt er með dýrum hér.

Einu sinni á ári sé farið í reglulegt eftirlit inn á svínabúin, daglegt eftirlit sé með velferð og heilsu svína við slátrun og þá þurfi svínabúin að vera með samning við þjónustudýralækni sem fari einu sinni í mánuði í heimsóknir.

Þessum dýralæknum er skylt að gera þjónustusamning milli sín og búsins. MAST segir að með þessum samningi skuldbindi dýralæknar sig til þess að heimsækja búið að lágmarki mánaðarlega og fylgjast með heilsu og velferð dýra og ráðleggja um fyrirbyggjandi aðgerðir. Umfjöllun MAST kemur í kjölfar útgáfu skýrslunnar „Bætt dýravelferð ­ Staða og tillögur til úrbóta“ sem Ágúst Ólafur Ágústsson, hagfræðingur og lögfræðingur, vann fyrir Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) og var kynnt á málþingi DÍS 14. mars. Þar birtist einmitt gagnrýni á ýmsa þætti í starfsemi Matvælastofnunar og tillögur til úrbóta, meðal annars um tíðari eftirlitsheimsóknir á bæi.

Í skýrslunni kemur fram að markmið MAST sé að farið sé í eftirlitsheimsóknir á starfsstöðvar hrossa fjórða hvert ár, með nautgripum þriðja hvert ár, með sauðfé þriðja hvert ár, með alifuglum annað hvert ár og með svínum á hverju ári. Þar segir að framlag ríkisins til Matvælastofnunar hafi lækkað að raunvirði á undanförnum árum. Helmingi færri stöðugildi sinni nú eftirliti með búfénaði en áður var.

Í skýrslunni segir að skoðunaratriði MAST vegna dýravelferðar hafi tvöfaldast á þremur árum. Mun lægra hlutfall sé á „óboðuðu eftirliti“ í svínarækt og alifuglarækt heldur en hjá hrossabændum og sauðfjárbændum. Yfir fimm þúsund ábendingar um grun um illa meðferð á dýrum bárust til MAST á undanförnum níu árum.

Ábendingum vegna búfjár hefur farið fjölgandi undanfarin ár og eru þær flestar vegna hrossa en nánast engar ábendingar berast vegna svína. Er í skýrslunni leiddar líkur að því, að því meira sem starfsemin er hulin, því færri ábendingar berist.

Er í skýrslunni lagt til að eftirlits­tíðnin verði aukin, ekki síst óboðað eftirlit með alifuglum og svínum og áhættumat stofnunarinnar bætt.

Hefðbundin svínabú eru 18 talsins

Í umfjöllun MAST kemur fram að hefðbundin svínabú séu nú 18 talsins á landinu. Gyltur séu haldnar á átta þeirra og afgangurinn eru eldisbú þar sem grísir eru aldir til slátrunar.

Samkvæmt lögum skal opinbert eftirlit vera áhættumiðað. Árið 2018 vann MAST mat á eftirlitsþörf í frumframleiðslu og öðru dýrahaldi.

„Til þess að forgangsraða eftirliti með dýrum út frá áhættu fyrir dýra­velferð og matvælaöryggi hafa verið skilgreindir ákveðnir áhættu­þættir sem horft er til við áhættu­ flokkunina. Fyrir hvern áhættuþátt eru gefin stig eftir því hve mikil áhættan er, þ.e. eftir því sem áhættan er meiri eru gefin fleiri áhættustig. Þannig er horft til áhættu varðandi skort á eigin eftirliti umráðamanna hvaða möguleika dýr hafi til að sýna eðlilegt atferli og afleiðingar það hefur ef þau geta það ekki, mögulegan skort á umhirðu og afleiðingar þess, sjúkdóma­ og slysahættu og sýnileiki gagnvart almenningi.

Á grundvelli áhættumatsins er tíðni reglubundins eftirlits ákveðin og dýrategundir/starfsemi áhættuflokkuð. Svínahald er metið í áhættuflokk 1 sem gerir tíðni reglubundins eftirlits einu sinni á ári sem er sú mesta hjá öllum búfjártegundum. Í reglubundnu eftirliti er dýravelferð og hollustu­ hættir skoðaðir á búum auk ýmissa skráninga. Þá er daglega fylgst með þáttum sem gefa vísbendingar um heilsu og velferð svína á búum, með eftirliti opinberra dýralækna í sláturhúsum,“ segir í umfjöllun MAST.

Skylt efni: Svínarækt | Mast | Dýraeftirlit

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...