Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Eiríkur Jónsson, Gýgjarhólskoti.
Eiríkur Jónsson, Gýgjarhólskoti.
Mynd / smh
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í blaðinu, kemur fram að enn og aftur trónir Gýgjarhólskot í Biskupstungum efst á listanum yfir afurðamestu bú landsins eftir hverja fullorðna á.

Í umfjöllun Eyjólfs Inga Bjarnasonar, ráðunautar hjá RML, kemur fram að á síðasta ári hafi sjö bú náð meira en 40 kílóum eftir hverja á. Langefst standi Gýgjarhólskot með 47,1 kíló, en búið hafi verið efst á þessum lista frá árinu 2015 og alltaf náð meira en 40 kílóum eftir ána.

Bæirnir í öðru og þriðja sæti hafa sætaskipti frá 2022. Nú skipa Efri-Fitjar í Fitjárdal annað sætið með 44 kíló eftir hverja á og Kiðafell í Kjós það þriðja með 43,9 kíló. Í annað sinn birtir RML lista yfir mestar afurðir eftir allar ær, veturgamlar og fullorðnar, og er Gýgjarhólskot einnig efst á þeim lista með 43,7 kíló eftir hverja á.

„Fullorðnu ærnar eru 285 en þær veturgömlu eru 69 og eru þetta algerlega frábærar afurðir eftir hjörðina,“ segir Eyjólfur Ingvi í sinni umfjöllun.

Sjá nánar á bls. 4 og 44 í 8. tölublaði Bændablaðsins sem kom út í dag.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...