Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
RML rannsakar nú hvort gen eða einhverjir erfðaþættir valdi kálfadauða í íslenska kúastofninum.
RML rannsakar nú hvort gen eða einhverjir erfðaþættir valdi kálfadauða í íslenska kúastofninum.
Mynd / Úr safni
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Yfirstandandi er rannsókn þar sem kannað er hvort gen eða einhverjir erfðaþættir valdi kálfadauða í íslenska kúastofninum. Segir Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML, mikilvægan lið í rannsókninni að fá sýni úr kálfum sem sannanlega fæðast dauðir. Nokkur sýni hafi náðst í vetur en þörf sé á fleiri og því óskað eftir aðstoð bænda.

„Við biðlum því til ykkar með að taka sýni úr þeim kálfum sem fæðast dauðir og eru undan sæðinganautum,“ segir á vef RML. Sýnið sé tekið þannig að klipptur er bútur af öðru eyra kálfsins og settur í poka sem merkja þarf með burðardegi og númeri móður. Sýnið sé síðan geymt í frysti.

Ástæða þess að einkum er horft til afkvæma sæðinganauta mun vera sú að þar með er til arfgreining á föður kálfsins. Með því móti eru meiri líkur á að kortleggja megi einstök gen eða genasamsætur sem gætu tengst eða valdið kálfadauða.

Tilkynna skal um sýni til Guðmundar og þá fundin sameiginleg lausn á hvernig RML nálgast það hjá viðkomandi.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...