Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 10. júlí 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. október 2024. Ullarvikan er haldin á ýmsum stöðum á Suðurlandi, frá Ölfusi í vestri og allt austur í V-Skaftafellssýslu, en aðal miðstöð Ullarviku verður í félagsheimilinu Þingborg.

Hér birtist fyrsta uppskriftin sem er tengd við Ullarviku og heitir Hölluklútur, hönnun Maju Siska fyrir Ullarvikuna. Innblástur að þessum litla klút er kominn frá Höllu Tómasdóttur, nýkjörnum forseta okkar, en hún skartaði oft fallegum klútum í aðdraganda kosninga. Þessi litli prjónaði klútur með hekluðum skrautkanti er fljótgerður og hver sem eitthvað kann í prjóni getur spreytt sig á honum. Að auki er hann mjög hlýr að hafa um hálsinn og í kvefi næsta vetrar getur hann komið sér vel. Hægt er að prjóna hann úr nánast hvaða fíngerða bandi sem er, sjá uppskrift.

Allar upplýsingar um Ullarviku er að finna á vefsíðunni www.ullarvikan.is

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...