Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Akureyri.
Akureyri.
Mynd / Gerd Eichmann
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan höfuðborgarsvæðisins samkvæmt ákvörðun ráðherra.

Þær stofnanir sem um ræðir eru ný Umhverfis- og orkustofnun, sem mun hafa aðsetur á Akureyri, ný Náttúrufræðistofnun verður á Vesturlandi og Náttúruverndarstofnun á Hvolsvelli. Á næstu dögum stendur til að auglýsa eftir umsóknum í embætti forstjóra þessara stofnana. Frá þessu er greint í frétt á vef Stjórnarráðsins.

Markmiðið með því að hafa stofnanir ráðuneytisins úti á landi er að hafa starfsfólkið sem mest í grennd við viðfangsefnið, sem í þessu tilfelli er náttúra landsins, umhverfi og auðlindir. Jafnframt er markmiðið að fjölga störfum á landsbyggðinni, þó núverandi starfsmenn þurfi ekki að flytja sig um set. Starfsmannafjöldi þessara þriggja stofnana verður samtals á þriðja hundrað.

Samkvæmt nýjum lögum mun Umhverfis- og orkustofnun taka við starfsemi Orkustofnunar og hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar. Náttúruverndarstofnun mun taka við Vatnajökulsþjóðgarði og starfsemi náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar. Báðar þessar stofnanir taka til starfa 1. janúar á næsta ári. Náttúrufræðistofnun tók til starfa þann 1. júlí síðastliðinn, en inn í hana gengu Landmælingar Íslands og Náttúrurannsóknarstöðin við Mývatn.

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...