Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Akureyri.
Akureyri.
Mynd / Gerd Eichmann
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan höfuðborgarsvæðisins samkvæmt ákvörðun ráðherra.

Þær stofnanir sem um ræðir eru ný Umhverfis- og orkustofnun, sem mun hafa aðsetur á Akureyri, ný Náttúrufræðistofnun verður á Vesturlandi og Náttúruverndarstofnun á Hvolsvelli. Á næstu dögum stendur til að auglýsa eftir umsóknum í embætti forstjóra þessara stofnana. Frá þessu er greint í frétt á vef Stjórnarráðsins.

Markmiðið með því að hafa stofnanir ráðuneytisins úti á landi er að hafa starfsfólkið sem mest í grennd við viðfangsefnið, sem í þessu tilfelli er náttúra landsins, umhverfi og auðlindir. Jafnframt er markmiðið að fjölga störfum á landsbyggðinni, þó núverandi starfsmenn þurfi ekki að flytja sig um set. Starfsmannafjöldi þessara þriggja stofnana verður samtals á þriðja hundrað.

Samkvæmt nýjum lögum mun Umhverfis- og orkustofnun taka við starfsemi Orkustofnunar og hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar. Náttúruverndarstofnun mun taka við Vatnajökulsþjóðgarði og starfsemi náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar. Báðar þessar stofnanir taka til starfa 1. janúar á næsta ári. Náttúrufræðistofnun tók til starfa þann 1. júlí síðastliðinn, en inn í hana gengu Landmælingar Íslands og Náttúrurannsóknarstöðin við Mývatn.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...