Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sjaldgæft er að þríkelfingar komi í heiminn en kálfarnir á Steindyrum eiga
vonandi bjarta framtíð. Allt eru þetta kvígur.
Sjaldgæft er að þríkelfingar komi í heiminn en kálfarnir á Steindyrum eiga vonandi bjarta framtíð. Allt eru þetta kvígur.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfingum í lok júní.

„Burðurinn gekk ótrúlega vel, kálfarnir eru sprækir og mamma þeirra líka. Nú er aðal höfuðverkurinn að finna nafn á alla kálfana en Úllen, Dúllen og Doff gætu komið til greina,“ segir Gunnhildur Gylfadóttir kúabóndi létt í bragði. Þetta var þriðji burður Muggu en faðir kálfanna er nautið Óðinn 21002. Mamma Muggu var tvíkelfingur og hétu þær systur Sí og Æ. Ábúendur á Steindyrum eru þau Gunnhildur og Hjálmar Herbertsson, sem eiga fjögur börn.

Mjólkurkýrnar á bænum eru um 65 talsins en á búinu eru líka kindur, geitur, hross og hænur svo eitthvað sé nefnt.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...