Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Sjaldgæft er að þríkelfingar komi í heiminn en kálfarnir á Steindyrum eiga
vonandi bjarta framtíð. Allt eru þetta kvígur.
Sjaldgæft er að þríkelfingar komi í heiminn en kálfarnir á Steindyrum eiga vonandi bjarta framtíð. Allt eru þetta kvígur.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfingum í lok júní.

„Burðurinn gekk ótrúlega vel, kálfarnir eru sprækir og mamma þeirra líka. Nú er aðal höfuðverkurinn að finna nafn á alla kálfana en Úllen, Dúllen og Doff gætu komið til greina,“ segir Gunnhildur Gylfadóttir kúabóndi létt í bragði. Þetta var þriðji burður Muggu en faðir kálfanna er nautið Óðinn 21002. Mamma Muggu var tvíkelfingur og hétu þær systur Sí og Æ. Ábúendur á Steindyrum eru þau Gunnhildur og Hjálmar Herbertsson, sem eiga fjögur börn.

Mjólkurkýrnar á bænum eru um 65 talsins en á búinu eru líka kindur, geitur, hross og hænur svo eitthvað sé nefnt.

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...