Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Byggðastofnun
Byggðastofnun
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Í samráðsgátt stjórnvalda er nú opið til athugasemda frumvarp um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun. Er um að ræða m.a. lagfæringar á reiknireglum auk þess sem að lengja á gildistíma laganna.

Lög nr. 160/2011 um svæðisbundna flutningsjöfnun tóku gildi 1. janúar 2012 og hafa það markmið að styðja framleiðsluiðnað og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni með því að jafna flutningskostnað framleiðenda sem staðsettir eru fjarri innanlandsmarkaði eða útflutningshöfn og búa við skerta samkeppnisstöðu vegna hærri flutningskostnaðar en framleiðendur staðsettir nær markaði.

Byggðastofnun fer með framkvæmd laganna og veitir styrki til framleiðenda á grundvelli úthlutunarreglna sem mælt er fyrir um í lögunum og reglugerð nr. 121/2019 um flutningsjöfnunarstyrki.

Málið verður í samráðsgáttinni til miðs ágúst.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...