Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Bjarki er frá Stykkishólmi og Pálína frá Eystra-Geldingaholti.
Bjarki er frá Stykkishólmi og Pálína frá Eystra-Geldingaholti.
Mynd / mar
Fréttir 26. júní 2024

Aðstoðarmenn Bjarkeyjar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bjarki Hjörleifsson og Pálína Axelsdóttir Njarðvík hafa verið ráðin sem aðstoðarmenn matvælaráðherra.

Bjarki er fæddur árið 1989 og alinn upp á Stykkishólmi. Hann var sjálfstæður atvinnurekandi í matvælageiranum á árunum 2013 til 2018 þar sem hann rak meðal annars pitsustað og matarvagn. Bjarki útskrifaðist með BA-próf í stjórnmálafræði frá HÍ árið 2019. Hann var kosningastjóri hjá Vinstri grænum í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar árin 2017 og 2021. Enn fremur var hann skrifstofustjóri á flokksskrifstofu VG árin 2019 til 2020. Þá var hann starfsmaður þingflokks VG frá 2020 þangað til hann fylgdi Bjarkeyju í matvælaráðuneytið í vor.

Pálína er fædd árið 1991 og ólst upp á Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Hún útskrifaðist sem stúdent frá Kvennaskólanum árið 2011. Þá útskrifaðist hún með BSc.-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2016 og MSc.-gráðu í félagssálfræði árið 2019. Á árunum 2020 til 2022 starfaði hún sem sérkennslustýra og vann hún sem ráðgjafi hjá Attendus frá 2023 til 2024. Pálína hefur frá árinu 2015 haldið úti Instagram- reikningnum @farmlifeiceland þar sem hún gefur innsýn í dagleg störf á sauðfjárbúi. Þar er hún með rúmlega tvö hundruð og sjötíu þúsund fylgjendur.

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...