Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lundaveiðar leyfðar
Mynd / Pascal Mauerhofer-Unsplash
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27. júlí til 11. ágúst.

Samkvæmt lögum er lundaveiði heimil frá 1. júlí til 15. ágúst. Umhverfis- og skipulagsráðið telur mikilvægt að stýring veiða taki mið af afkomu stofnsins. Reynsla síðastliðinna ára hafi sýnt að þeir fáu dagar sem lundaveiði er heimiluð séu nýttir til að viðhalda þeirri menningu sem fylgi veiðinni og úteyjalífi. Frá þessu er greint í fundargerð ráðsins.

Þar kemur fram að lundaveiðimenn hafi sýnt ábyrgð í veiðum undanfarin ár. Veiðifélögin eru jafnframt hvött til að standa vörð um sitt nytjasvæði og upplýsa sína félagsmenn um að ganga fram af hófsemi.

Í stofnmati kemur fram að samdráttur hafi verið í lundastofninum undanfarna tvo áratugi og að veiðar væru sennilega stofnvistfræðilega ósjálfbærar, en lundar fjölga sér hægt.

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...