Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Vinnuflokkur Orkubús Vestfjarða á Hólmavík við uppsetninguna á hraðhleðslustöðinni við Galdrasafnið.
Vinnuflokkur Orkubús Vestfjarða á Hólmavík við uppsetninguna á hraðhleðslustöðinni við Galdrasafnið.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á Hólmavík.

Elías Jónatansson.

Stöðin annar fjórum bílum til viðbótar við þær stöðvar sem fyrir eru. Hvert tengi getur annað mest 240 kW. Orkubú Vestfjarða er einnig með stöðvar á Patreksfirði, Flókalundi, Bjarkalundi, Reyk­ hólum, Drangsnesi, Djúpavík, Reykjanesi, Hvítanesi, Ísafirði, Þingeyri og Tálknafirði.

Á næstu vikum fara upp 22 kW stöðvar á Flateyri, Suðureyri og í Súðavík. Þá verða settar upp 180 kW hraðhleðslustöðvar í Bolungarvík, Bíldudal og í Mjólká núna í vor.

„Orkubúið telur mikilvægt að rafbílaeigendur hafi aðgang að einhvers konar hleðslu í öllum byggðarkjörnum á Vestfjörðum og hraðhleðslu í stærri byggðarkjörnunum. Með staðsetningu hraðhleðslustöðvar í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp er verið að stytta vegalengd á milli hraðhleðslustöðva frá Hólmavík til Ísafjarðar. Við lítum á hana sem góða staðsetningu þegar upp koma vandræði með færð yfir Steingrímsfjarðarheiðina, sem getur þýtt að bílar á suðurleið þurfi að snúa við og nái því ekki í hraðhleðslustöð á Hólmavík,“ segir Elías Jónatansson orkubússtjóri.

Á sama hátt segir Elías að hraðhleðslustöð, sem setja á upp við Mjólkárvirkjun, sé hugsuð til þess að mæta þörf þeirra bifreiða á suðurleið sem lenda í vandræðum vegna færðar á Dynjandisheiði. Auk þess sé staðsetningin nærri Dynjanda, sem er afar vinsæll viðkomustaður ferðamanna. „Stöðin í Mjólká verður líka mikilvæg fyrir þá sem koma sunnan að þar sem í Flókalundi er einungis ein 50 kW stöð og erfitt að bæta þar við miklu afli vegna þess hve dreifikerfið þar er veikt,“ segir hann.

Þá má geta þess að Orkubúið setti tímabundið upp tvær 180 kW hraðhleðslustöðvar á Ísafirði um páskana vegna hátíðarinnar Aldrei fór ég suður.

Hægt er að finna allar stöðvar Orkubús Vestfjarða í appinu e1.

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...