Fuglaflensa staðfest á Íslandi
Fuglaflensa hefur verið staðfest í þremur villtum fuglum á landinu sem fundist hafa undarfarna daga. Um er að ræða heiðagæs við Hornafjörð, hrafn á Skeiðum í Árnessýslu og súlu rétt við Strandakirkju við Suðurstandaveg. Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar um viðbrögð og varnir gegn smitandi sjúkdómum í fuglum hefur verið virkjuð.