Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hluti nautgripanna sem um ræðir í dýravelferðarmálinu í Borgarfirði.
Hluti nautgripanna sem um ræðir í dýravelferðarmálinu í Borgarfirði.
Mynd / Steinunn Árnadóttir
Fréttir 3. nóvember 2022

Tveir tengdir umráðamenn eiga hlut að máli

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á undanförnum dögum hafa dýravelferðarmál verið til umfjöll­ unar í fjölmiðlum; annars vegar um slæman aðbúnað hrossa og hins vegar nautgripa í Borgarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun er um tvö aðskilin mál að ræða, þar sem tveir tengdir umráðamenn eiga hlut að máli.

Annað málið hefur komist í hámæli á undanförnum vikum, sem snýst um vanrækslu á hrossum. Matvælastofnun (MAST) hefur tilkynnt um aðgerðir sínar gagnvart þeim umráðaaðila, þar sem fella þurfti 13 hross og önnur tíu eru undir eftirliti stofnunarinnar.

Hitt málið varðar nautgripi og reyndar sauðfé á sama bæ, en þar er annar umráðamáður samkvæmt upplýsingum frá Hrönn Ólínu Jörundsdóttur, forstjóra Matvælastofnunar.

Nautgripamálinu ekki lokið

„Við höfum ekki sent út neinar fréttir vegna annarra dýra þessara tengdu aðila þar sem málið er enn í gangi. MAST hefur nú þegar leyst úr málum fyrir hluta bústofnsins. Sauðfé sem var á bænum er til dæmis komið annað og nautgripir sem voru læstir inni eru komnir út.

Nautgripamálinu er bara ekki lokið og því hefur ekkert farið frá okkur varðandi það mál.

Það er ekki svo að við séum að reyna að leyna neinu.

Við að sjálfsögðu viljum greina frá þessum málum en við greinum ekki frá þeim fyrr en málunum er lokið,“ segir Hrönn.

Upplýsingagjöf má ekki skaða rannsóknina

„Þar sem við erum í miðjum aðgerðum gerir það oft málin stærri, flóknari og viðkvæmari þegar fjölmiðlar og samfélagið er komið í málið líka. Þegar málin eru komin í fjölmiðla og á samfélagsmiðla þá getur það haft áhrif á eftirlitsþegann og gert hann erfiðari viðureignar. Við hins vegar greinum frá þegar málum er lokið og það er samkvæmt okkar upplýsingastefnu sem er á okkar heimasíðu. Við viljum og reynum að vera eins gagnsæ og við getum en það má ekki verða til þess að upplýsingagjöfin skaði rannsóknarvinnuna og geti gert framkvæmd aðgerða erfiðari,“ segir Hrönn.

Hún segist ekki geta farið út í smáatriði varðandi ástand nautgripanna. „Það var skortur á útigöngu eins og hefur komið fram og svo erum við að skoða holdafar og fóðrun. Við erum að vinna í þessu máli og höfum verið í töluverðan tíma.“

Skylt efni: dýravelferð | Mast

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...