Jarðtengingar innréttinga og tækja í fjósum mikilvægar
Nautgripir eru sérstaklega viðkvæmir fyrir ójafnvægi á rafmagni, hvort heldur sem er spennu eða straumi, og eru til ótal dæmi um að minni háttar útleiðslur, uppsöfnuð spenna ásamt slökum jarðtengingum hafi haft veruleg neikvæð áhrif á skepnurnar og þar með framleiðslu viðkomandi bús.