Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Búfé fjarlægt frá Nýjabæ 2
Fréttir 21. nóvember 2022

Búfé fjarlægt frá Nýjabæ 2

Höfundur: Vilmundur Hansen

Með aðstoð Lögreglu á Vesturlandi hefur Mast fjarlægt alla nautgripi af bænum Nýjabæ 2 í Borgarfirði vegna umhirðuleysis. Hvorki um harðýðgi né svelti að ræða að sögn yfirdýralæknis.

Sigurborg Daðadóttir.

Búið er að fjarlægja alla nautgripi af Nýjabæ í Borgarfirði. Áður var búið að fjarlægja sauðfé. Nær öllum kvígum og kúm var ráðstafað til lífs en nautum var slátrað.

Sigurborg Daðadóttir, yfir­dýralæknir hjá Mast, segir að samfélagsmiðlar hafi farið mikinn í þessu máli og margar staðhæfingar sem settar hafa verið fram rangar. „Við hjá Mast höfum reynt að leiðrétta rangar fullyrðingar en þar sem við megum ekki tjá okkur um einstök mál er það erfitt.“

Hvorki harðýðgi né svelti

„Ástæða vörslusviptingarinnar er hvorki harðýðgi né svelti heldur er hér á ferðinni almennt umhyggju­ og umhirðuleysi, svo sem vanfóðrun sem er annað en svelti.

Dýrin hafa ekki fengið að njóta þess aðbúnaðar og réttinda sem þeim ber og á að vera tryggð samkvæmt lögum.“

Að sögn Sigurborgar hefur komið fram í fjölmiðlum að gripirnir hafi verið fóður­ og vatnslausir í lengri tíma en það sé rangt.

„Ástæðan fyrir aðgerðum Mast er fyrst og fremst vegna þess að fullreynt er að ná fram fullnægjandi úrbótum með vægari aðgerðum og sýnt þykir að vöntun er á hæfni og getu ábúenda til að halda búfé.“

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...