Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Búfé fjarlægt frá Nýjabæ 2
Fréttir 21. nóvember 2022

Búfé fjarlægt frá Nýjabæ 2

Höfundur: Vilmundur Hansen

Með aðstoð Lögreglu á Vesturlandi hefur Mast fjarlægt alla nautgripi af bænum Nýjabæ 2 í Borgarfirði vegna umhirðuleysis. Hvorki um harðýðgi né svelti að ræða að sögn yfirdýralæknis.

Sigurborg Daðadóttir.

Búið er að fjarlægja alla nautgripi af Nýjabæ í Borgarfirði. Áður var búið að fjarlægja sauðfé. Nær öllum kvígum og kúm var ráðstafað til lífs en nautum var slátrað.

Sigurborg Daðadóttir, yfir­dýralæknir hjá Mast, segir að samfélagsmiðlar hafi farið mikinn í þessu máli og margar staðhæfingar sem settar hafa verið fram rangar. „Við hjá Mast höfum reynt að leiðrétta rangar fullyrðingar en þar sem við megum ekki tjá okkur um einstök mál er það erfitt.“

Hvorki harðýðgi né svelti

„Ástæða vörslusviptingarinnar er hvorki harðýðgi né svelti heldur er hér á ferðinni almennt umhyggju­ og umhirðuleysi, svo sem vanfóðrun sem er annað en svelti.

Dýrin hafa ekki fengið að njóta þess aðbúnaðar og réttinda sem þeim ber og á að vera tryggð samkvæmt lögum.“

Að sögn Sigurborgar hefur komið fram í fjölmiðlum að gripirnir hafi verið fóður­ og vatnslausir í lengri tíma en það sé rangt.

„Ástæðan fyrir aðgerðum Mast er fyrst og fremst vegna þess að fullreynt er að ná fram fullnægjandi úrbótum með vægari aðgerðum og sýnt þykir að vöntun er á hæfni og getu ábúenda til að halda búfé.“

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f