Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Búfé fjarlægt frá Nýjabæ 2
Fréttir 21. nóvember 2022

Búfé fjarlægt frá Nýjabæ 2

Höfundur: Vilmundur Hansen

Með aðstoð Lögreglu á Vesturlandi hefur Mast fjarlægt alla nautgripi af bænum Nýjabæ 2 í Borgarfirði vegna umhirðuleysis. Hvorki um harðýðgi né svelti að ræða að sögn yfirdýralæknis.

Sigurborg Daðadóttir.

Búið er að fjarlægja alla nautgripi af Nýjabæ í Borgarfirði. Áður var búið að fjarlægja sauðfé. Nær öllum kvígum og kúm var ráðstafað til lífs en nautum var slátrað.

Sigurborg Daðadóttir, yfir­dýralæknir hjá Mast, segir að samfélagsmiðlar hafi farið mikinn í þessu máli og margar staðhæfingar sem settar hafa verið fram rangar. „Við hjá Mast höfum reynt að leiðrétta rangar fullyrðingar en þar sem við megum ekki tjá okkur um einstök mál er það erfitt.“

Hvorki harðýðgi né svelti

„Ástæða vörslusviptingarinnar er hvorki harðýðgi né svelti heldur er hér á ferðinni almennt umhyggju­ og umhirðuleysi, svo sem vanfóðrun sem er annað en svelti.

Dýrin hafa ekki fengið að njóta þess aðbúnaðar og réttinda sem þeim ber og á að vera tryggð samkvæmt lögum.“

Að sögn Sigurborgar hefur komið fram í fjölmiðlum að gripirnir hafi verið fóður­ og vatnslausir í lengri tíma en það sé rangt.

„Ástæðan fyrir aðgerðum Mast er fyrst og fremst vegna þess að fullreynt er að ná fram fullnægjandi úrbótum með vægari aðgerðum og sýnt þykir að vöntun er á hæfni og getu ábúenda til að halda búfé.“

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir
Fréttir 10. janúar 2025

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir

Góð þátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember, litlu minni en árið 2023, sem...

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo...

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára
Fréttir 9. janúar 2025

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar ...

Kostir og gallar við erlent kúakyn
Fréttir 9. janúar 2025

Kostir og gallar við erlent kúakyn

Á mánudaginn var haldinn fjarfundur um kosti og galla þess að flytja inn erlent ...