Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ákvarðanir staðfestar um dagsektir og vörslusviptingu
Fréttir 19. janúar 2024

Ákvarðanir staðfestar um dagsektir og vörslusviptingu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Rétt fyrir jól voru staðfestar tvær ákvarðanir Matvælastofnunar; annars vegar af matvælaráðuneytinu að leggja dagsektir á nautgripabónda og hins vegar af Héraðsdómi Reykjavíkur um vörslusviptingu á nautgripum á öðrum bæ.

Um málið sem snýr að dagsektunum fjallaði Matvælastofnun á vef sínum 20. desember, en daginn eftir um málið þar sem 137 nautgripir voru teknir úr vörslu bænda.

Lög brotin með alvarlegum hætti

Um fyrra málið segir í umfjöllun stofnunarinnar að ákveðið hafi verið að leggja á bóndann dagsektir þar sem lög um dýravelferð og reglugerð um velferð nautgripa hefðu verið brotin með alvarlegum hætti í búrekstrinum. Sneru brotin meðal annars að atriðum sem vörðuðu hreinleika dýra og legusvæði.

Mótmælti hann sektunum og benti á að mjólkurframleiðslu yrði fljótlega hætt á bænum. Innheimtu dagsekta var svo hætt þar sem aðgerðirnar þóttu hafa borið árangur; allar mjólkurkýr farnar og betri umgjörð komin á ungneyti. Bóndinn krafðist þess svo að sektirnar yrðu lækkaðar eða felldar niður; Matvælastofnun hefði ekki gætt meðalhófs og brotið gegn rannsóknar- og jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Því hafnaði Matvælastofnun og kærði bóndinn þá synjunina til matvælaráðuneytisins. Í úrskurði ráðuneytis segir að ákvæði í lögum um velferð dýra hafi verið brotin í búskap bóndans.

Sett út á meðferð gripanna árum saman

Hitt málið á sér langan aðdraganda og segir í umfjöllun Matvælastofnunar að sett hafi verið út á meðferð gripanna á bænum árum saman; aðbúnað, byggingar og búnað. Ekki síst hafi þó verið sett út á eigin eftirlit bændanna og stöðugt verið krafist úrbóta. Matvælastofnun hafi komist að þeirri niðurstöðu að verulega skorti á getu, hæfni og ábyrgð þeirra til að geta tryggt velferð dýranna. Bændurnir kærðu fyrirhugaða vörslusviptingu til matvælaráðuneytis sem staðfesti hana nokkrum dögum áður en að henni kom.

Eftir vörslusviptinguna stefndu bændurnir hins vegar íslenska ríkinu og fóru fram á skaðabætur. Byggðist krafan á fjárhagstjóni þeirra af ákvörðun Matvælastofnunar, framkvæmd hennar og vegna missis hagnaðar sem þeir hefðu notið ef ekki hefði komið til sviptingarinnar. Enn fremur vildu þeir fá bættan miska sem þeir hefðu orðið fyrir vegna ákvörðunarinnar.

Í dómnum er kröfum bændanna hafnað, þeim hafi ekki tekist að færa sönnur fyrir fullyrðingum sínum um ólögmæta og saknæma háttsemi starfsmanna Matvælastofnunar sem hafi valdið þeim tjóni og bakað þar með íslenska ríkinu skaðabótaskyldu. Hafi bændurnir orðið fyrir slíku tjóni verði að telja að ábyrgðin sé þeirra.

Skylt efni: dýravelferð

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...