Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Milljónir húsdýra drukknuðu í eigin úrgangi
Fréttir 8. október 2018

Milljónir húsdýra drukknuðu í eigin úrgangi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talið er að 3,4 milljónir hænsna og 5.500 alisvín hafi drepist í flóðum vegna fellibylsins Flórens sem gekk yfir Norður-Karólínu í Bandaríkjum Norður-Ameríku fyrir skömmu.

Flest dýrin munu hafa drukknað í eigin úrgangi þegar opnar rotþrær eða hauggryfjur flæddu yfir og milljónir tonna af búfjárúrgangi flæddu inn í gripahús.

Landbúnaðarráðuneyti Banda­ríkja Norður-Ameríku hefur staðfest að fjöldi hænsna sem hafi drepist vegna saurflóða sé 3,4 milljónir og svína 5.500 en að búast megi við að sú tala eigi eftir að hækka þegar endanlega sjatnar í flóðunum.

Kjúklinga- og svínakjöts­framleiðsla  í Norður-Karólínu er ein sú mesta í Bandaríkjunum og talið að í ríkinu sé að finna 830 milljónir hænsnfugla og níu milljón alisvín.

Samkvæmt því sem yfirvöld umhverfismála í ríkinu segja skemmdust að minnsta kosti þrjátíu hauggryfjur illa í fellibylnum og í sumum tilfellum sprungu veggir þeirra þannig að innihaldið flæddi út í grunnvatnið.

Skylt efni: hauggryfjur | dýravelferð

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...