Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Matvælastofnun er undir eftirliti ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA.
Matvælastofnun er undir eftirliti ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA.
Mynd / BBL
Fréttir 10. mars 2017

Eftirlit með matvælum, fóðri og dýravelferð á réttri leið

Höfundur: smh
Það er Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sem hefur eftirlit með því að öryggi matvæla og fóðurs, dýraheilbrigði og dýravelferð sé í samræmi við reglur á Evrópska efnahagssvæðinu. ESA birti tvær yfirlitsskýrslur um Ísland nú í byrjun febrúar. Í ljós kemur að Ísland hefur uppfyllt langflest þeirra tilmæla um úrbætur sem komið hafa fram frá 2010.
 
Í annarri skýrslunni er að finna yfirlit um fyrirkomulag á opinberu eftirliti með matvæla- og fóðuröryggi, dýraheilbrigði og dýravelferð, en í hinni er yfirlit úrbóta í kjölfar ESA-úttekta á árabilinu 2010 til 2016. 
Skýrslurnar eru hluti af landsskýrslu um Ísland sem fyrst var birt árið 2014. Landsskýrslan er unnin í samráði við Matvælastofnun, heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga og aðrar hlutaðeigandi stofnanir í landinu sem sinna eftirliti með matvælum, fóðri og dýraheilsu.
 
Einungis 22 atriði standa eftir af 212
 
Kröfur ESA um úrbætur voru sem fyrr segir á 212 atriðum í átta flokkum, sem voru mjög mismunandi að gerð og alvarleika. Í tilkynningu ESA segir að í langflestum tilfellum hafi Ísland brugðist við tilmælum ESA um úrbætur á fullnægjandi hátt en áfram verði fylgst með framvindu mála þar sem úrbótum sé ekki lokið. Eingöngu 22 atriði standa eftir, sem unnið er að úrbótum á. 
 
Matvælastofnun sendi frá sér tilkynningu vegna útkomu skýrslnanna og þar segir að þau atriði sem eftir standa tengjast flest nýlegum úttektum, þar sem úrbótafrestur sé jafnvel ekki liðinn. „Úrbótayfirlitið byggir á niðurstöðum eftirlitsferða ESA til Íslands undanfarin ár og einkum á útkomu sérstakrar eftirfylgni úttektar stofnunarinnar sem síðast var framkvæmd í september 2016. […]
 
Eftir hverja úttekt er gefin út ­skýrsla þar sem bent er á hvar úrbóta er þörf og þess óskað að Ísland leggi fram tímasetta og skýra áætlun um úrbætur á þeim þáttum. […]
 
Sem dæmi um úrbótaverkefni sem Matvælastofnun hefur unnið að, má nefna skoðunarhandbækur, þróun skráðra verkferla í gæðahandbók, betrumbætur á gagnagrunni eftirlitsskýrslna, áhættu- og frammistöðuflokkun, þjálfun starfsmanna í eftirliti, útgáfu leiðbeininga og staðfestingu á innra úttektakerfi sem einnig hefur verið hrint í framkvæmd,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar. 
 
Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk
Fréttir 13. desember 2024

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk

Matvælasvindl er vaxandi vandamál í heiminum. Engin mál tengd meintum matarsviku...

Kortleggja ræktarlönd
Fréttir 13. desember 2024

Kortleggja ræktarlönd

Matvælaráðuneytið ætlar að ráðast í kortlagningu á gæðum ræktarlands á Íslandi.

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði
Fréttir 12. desember 2024

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði

Um áramót taka gildi umtalsverðar hækkanir á raforkuverði til garðyrkjubænda. Ge...

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga
Fréttir 12. desember 2024

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga

Loftslagsráð segir að nú þurfi að verða þáttaskil í framkvæmd loftslagsaðgerða o...

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands
Fréttir 12. desember 2024

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands

Landsmenn vilja að landbúnaðarvörur séu framleiddar innanlands ef marka má niður...

Metinnflutningur á koltvísýringi
Fréttir 11. desember 2024

Metinnflutningur á koltvísýringi

Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa verið flutt inn til landsins um 2.600 tonn af k...

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára
Fréttir 11. desember 2024

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára

Heildarfjöldi stangveiddra laxa árið 2024 var, skv. bráðabirgðatölum Hafrannsókn...

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki
Fréttir 11. desember 2024

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki

Afleiðingar rafmagnsleysis í Lundarreykjadal í febrúar urðu bændum dýrkeyptar.