Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Stjórnvaldssektir á tvö bú
Fréttir 24. ágúst 2023

Stjórnvaldssektir á tvö bú

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Matvælastofnun (MAST) lagði fyrir skemmstu stjórnvaldssektir á tvö bú á Vesturlandi vegna brota á lögum um dýravelferð.

Annars vegar var um að ræða bú þar sem hluti fjárins hafði sloppið af bænum fyrir burð í vor og bar því eftirlitslaust og hins vegar bú þar sem nautgripir reyndust vanfóðraðir. Þetta kemur fram á vefsíðu stofnunarinnar.

Samkv. 6.mgr. 42.gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra geta þeir sem fá stjórnvaldssektir frá MAST fyrir brot á dýravelferð og eru ósáttir við það ekki kært þær sektargjörðir til æðra stjórnvalds (matvælaráðuneytis). Þeir verða þess í stað, eftir atvikum, að höfða mál til ógildingar fyrir dómstólum innan ákveðins tíma. Málshöfðun frestar hvorki réttaráhrifum ákvörðunar MAST né heimild til aðfarar.

MAST sagði jafnframt í nýlegri tilkynningu að óskað yrði eftir rannsókn lögreglunnar á Austurlandi á máli þar sem tíu hundar fundust dauðir í útigerði eftir að umráðamaður þeirra hafði verið fjarverandi í nokkra klukkutíma. Hafði hundaþjálfari á bæ í Breiðdal fundið tíu af hundum sínum dauða. Yfirdýralæknir lét hafa eftir sér að ekkert hefði fundist óeðlilegt við krufningu tveggja af hundunum en sýni verið send í eiturefnagreiningu.

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar
Fréttir 11. apríl 2024

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr ráðherra matvælaráðuneytis en Svandís Svavars...

Greiðslumark færist til Norðvesturlands
Fréttir 11. apríl 2024

Greiðslumark færist til Norðvesturlands

Um sjötíu prósent mjólkurkvóta sem skipti um eigendur á síðasta tilboðsmarkaði f...

Nemendur vilja betri hádegismat
Fréttir 10. apríl 2024

Nemendur vilja betri hádegismat

Fulltrúar ungmennaráðs Mýrdalshrepps vöktu máls á skólamáltíðum á sveitarstjórna...