Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ekki verði fluttar inn dýraafurðir sem stangast á við íslensk dýravelferðarlög
Fréttir 30. september 2015

Ekki verði fluttar inn dýraafurðir sem stangast á við íslensk dýravelferðarlög

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) hefur sent áskorun til Sigurðar Inga Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um að setja reglugerð um bann við innflutningi og sölu á dýraafurðum sem eru framleiddar í andstöðu við íslensk lög um velferð dýra.
 
„Það er afstaða Dýraverndar­sambandsins að marklaust sé að auka velferðarstig íslenskra húsdýra sem leggja okkur til afurðir, ef innflutningur afurða sömu dýra sem alin eru erlendis við lægra velferðarstig er óheftur,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður DÍS. 
 
 „Sérlega ógeðfelldar afurðir eru til dæmis foie gras-kæfa sem augljóslega er framleidd með hætti sem ekki yrði leyfður hér vegna dýraverndarsjónarmiða. Þetta er selt hér á landi. En jafnframt er hann meiri þáttur hinna vanalegu búfjárafurða sem fluttar eru inn og jafnframt framleiddar hér heima þar sem huga þarf að velferð dýra. Við teljum áríðandi að stuðla að góðum búskap þar sem bóndi býr að bústofni sínum, en sporna við þauleldi.“
 
Neytendur kynni sér velferð dýra sem nýtt eru til matar
 
„Jafnframt þessu teljum við áríðandi að neytendur kynni sér velferð þeirra dýra sem leggja til afurðir. Þar er annars vegar fyrrnefnt sjónarmið um innflutning og hins vegar vottun á dýraafurðum hér heima. Dýraverndarsamband Íslands vinnur að undirbúningi velferðarvottunar búfjárafurða í íslenskum búskap.“
Áskorunin sem stjórn Dýraverndarsambands Íslands sendi ráðherra er svohljóðandi:
 
„Á Íslandi hefur tíðkast að selja sem sælkeramat í verslunum og á veitingastöðum anda- og gæsalifrarkæfuna foie gras, sem framleidd er erlendis. Hefðbundin foie gras kæfa er framleidd með aðferð sem er andstæð dýravelferð og ljóst er að slík framleiðsla yrði ekki leyfð hér á landi. Fóður er þvingað með röri niður um háls fuglanna, með það að markmiði að framkalla ofvaxna lifur, svokallaða fitulifur. Þetta er ill meðferð á dýrum hvernig sem á það er litið. 
 
Við hvetjum ráðherra til að setja reglugerð um bann við innflutningi og sölu á dýraafurðum sem eru framleiddar í andstöðu við íslensk lög um velferð dýra (nr. 55/2013). Heimild er til þess í 25. gr. laganna, um dreifingu og merkingu dýraafurða.
 
Stjórn DÍS telur óásættanlegt að heimilt sé að selja hér á landi afurðir sem byggja á illri meðferð dýra og einnig vörur sem framleiddar eru með minni dýravelferð en leyfð er hér á landi. 
 
Jafnframt hvetjum við neytendur til að sniðganga þessar vörur og benda söluaðilum á að þessi vara sé framleidd með óverjandi aðferðum. Við hvetjum einnig veitingahús og verslanir til að hætta sölu á foie gras.“

Skylt efni: dýravelferð

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...