Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Úr kvikmyndaverki Ólafs Sveins Gíslasonar, „Undirliggjandi minni“.
Úr kvikmyndaverki Ólafs Sveins Gíslasonar, „Undirliggjandi minni“.
Mynd / aðsend
Menning 21. október 2024

Undirliggjandi minni

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Kvikmyndaverk byggt á æskuminningum þriggja einstaklinga sem ólust upp í Flóahreppi er sýnd þessa dagana í félagsheimilinu Félagslundi. Verkið „Undirliggjandi minni“ er eftir Ólaf Svein Gíslason.

Einstaklingarnir þrír sem eru í aðalhlutverki eru þau Guðjón Helgi Ólafsson frá Ásgarði, Anný Ingimarsdóttir frá Vorsabæjarhjáleigu og Kristjana Ársól Stefánsdóttir. Þau leika einnig í kvikmyndinni ásamt börnum sem tengjast þeim. Myndin er byggð á æskuminningum þeirra þriggja en bernskuminningar liggja oft á mörkum þess ómeðvitaða en ekki er alltaf ljóst hvað er frásögn annarra og hvað er eigin upplifun, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

„Minningar þátttakendanna tengjast á áhugaverðan hátt í fjósum tímans um og eftir 1970, þar sem miklar breytingar áttu sér stað í búskaparháttum. Upplifanir af bústörfum og heimilisfólki, kúm, fjósaköttum og músum vega þungt í huga barnanna Þannig er fjósið ákveðin þungamiðja verksins og var að hluta kvikmyndað í fjósinu í Gaulverjabæ. Kvikmyndin er jafnframt tekin upp utandyra, á stöðum sem tengjast eigin minningum þátttakenda, á heimabæjum og oftast við aðstæður þar sem hús, munir og fólk er horfið af vettvangi þess viðfangsefnis sem fjallað er um,“ segir í tilkynningunni.

Verkið verður sýnt daglega í Félagslundi til 20. október kl. 15–19 og eftir samkomulagi.

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...