Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skjáskot af Dýravakt Matvælastofnunar á Facebook.
Skjáskot af Dýravakt Matvælastofnunar á Facebook.
Fréttir 29. ágúst 2017

Dýravakt Matvælastofnunarinnar á Facebook

Höfundur: smh

Matvælastofnun (MAST) hefur tekið í gagnið nýja Facebooksíðu sem er ætlað að vera gagnvirkur vettvangur á milli stofnunarinnar og almennings um málefni sem varða heilbrigði og velferð dýra.

Síðan heitir Dýravakt Matvælastofnunar (á vefslóðinni https://www.facebook.com/dyravakt/) og í gegnum hana gefst almenningi kostur á að veita upplýsingar um tiltekin mál á þessu sviði, auk þess sem MAST mun nota vettvanginn til að koma á framfæri upplýsingum þegar grunur leikur á illri meðferð á dýrum.

Upplýsingagjöf um gildandi reglur

Í tilkynningu frá MAST kemur fram að á síðunni verði upplýsingar aðgengilegar um það hvaða reglur gilda um dýrahald, hvernig auka megi velferð dýra og hvernig brugðist er við í þeim tilvikum þegar reglum er ekki fylgt.

„Opið er fyrir athugasemdir undir hverri færslu. Fésbókarsíðan er hins vegar hvorki ætluð til þess að veita ráðgjöf um sjúkdóma, greiningu eða meðhöndlun, né til að komast í samband við dýralækni á vakt.

Árið 2013 fluttist eftirlit með dýravelferð frá Umhverfisstofnun til Matvælastofnunar. Áður var eingöngu eftirlit með heilsu og velferð búfénaðs og afurðagefandi dýrum hjá Matvælastofnun, en með sameiningunni færðist eftirlit með velferð allra dýra undir einn hatt. Gildistaka nýrra laga um velferð dýra árið 2014 hafði í för með sér auknar kröfur um dýravelferð, uppfærslu á regluverki og skilvirkari þvingunar- og refsiúrræði. Ábendingar um grun um vanrækslu eða illa meðferð á dýrum til Matvælastofnunar er mikilvægur liður í að uppgötva og uppræta illa meðferð á dýrum. Betur sjá augu en auga og hefur fjöldi ábendinga frá almenningi aukist til muna á undanförnum árum,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni.

Ábendingar vel þegnar

„Fésbókarsíðan býður upp á að hafa samband við Matvælastofnun í gegnum ábendingakerfi stofnunarinnar. Það er gert til að tryggja eftirfylgni og sér gæðastjóri til þess að öllum ábendingum sé lokið. Það er einnig gert til að halda yfirlit yfir ábendingar, fyrirspurnir og kvartanir til Matvælastofnunar. Fjöldi ábendinga, fyrirspurna og kvartana er tekinn saman og birtur eftir málaflokkum í ársskýrslum Matvælastofnunar.

Um er að ræða aðra Fésbókarsíðu stofnunarinnar en Neytendavakt Matvælastofnunar var tekin í notkun fyrr á þessu ári. Með því að líka við síðuna og nýta ábendingakerfið getur almenningur fengið upplýsingar um viðfangsefni og störf stofnunarinnar á skjótan og skilvirkan hátt og lagt sitt af mörkum í þágu dýravelferðar. Stöndum saman vörð um velferð dýra,“ segir í tilkynningunni.

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...