Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Uppljóstrun á slæmri meðferð á svínabúi í Lettlandi
Fréttir 11. október 2017

Uppljóstrun á slæmri meðferð á svínabúi í Lettlandi

Höfundur: ehg / Bondebladet
Svínabúið SIA Baltic Pork í Lettlandi, sem er í eigu norskra aðila, hefur ratað á síður lettneskra dagblaða eftir að dýraverndunarsinni sem vann á búinu í fimm vikur á fölskum forsendum birti myndir og myndbönd frá svínaframleiðslunni. 
 
Nú hefur málið einnig ratað í norska fjölmiðla, en fyrirtækið SIA Baltic Pork er 100 prósent í eigu Norðmanna, og það sem meira er það hefur fengið hátt í 150 milljónir íslenskra í styrk frá Nýsköpunarsjóði í Noregi (Innovasjon Norge). Birtingarnar sýna fordæmalausa og átakanlega meðhöndlun á svínum. Innovasjon Norge er sjóður í eigu ríkis og sveitarfélaga og eru margir á því að það sé ekki forsvaranlegt að þeir hafi stutt reksturinn. 
 
„Við höfum séð myndina og ég viðurkenni að hún hafði áhrif á okkur. Það er aldrei hægt að réttlæta illa meðferð á dýrum og myndin sýnir aðstæður sem við verðum að fá útskýringar á. Við höfum eigin meginreglu fyrir góða viðskiptahætti sem gildir fyrir alla viðskiptavini okkar og samstarfsaðila. Þar að auki erum við mjög upptekin af því að viðskiptavinir okkar haldi sig innan ramma laga og reglna,“ segir Kristin Well-Strand hjá Innovasjon Norge. 
 
Í samtali við sjónvarpsstöðina Stöð 2 í Noregi sagði framkvæmda­stjóri IPI, sem eiga SIA Baltic Pork, Ove Henrik Mørk Eek, að fyrirtæki þeirra í Lettlandi væri rekið eftir þarlendum lögum og eftir regluverki Evrópusambandsins. 
 
Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...