Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Uppljóstrun á slæmri meðferð á svínabúi í Lettlandi
Fréttir 11. október 2017

Uppljóstrun á slæmri meðferð á svínabúi í Lettlandi

Höfundur: ehg / Bondebladet
Svínabúið SIA Baltic Pork í Lettlandi, sem er í eigu norskra aðila, hefur ratað á síður lettneskra dagblaða eftir að dýraverndunarsinni sem vann á búinu í fimm vikur á fölskum forsendum birti myndir og myndbönd frá svínaframleiðslunni. 
 
Nú hefur málið einnig ratað í norska fjölmiðla, en fyrirtækið SIA Baltic Pork er 100 prósent í eigu Norðmanna, og það sem meira er það hefur fengið hátt í 150 milljónir íslenskra í styrk frá Nýsköpunarsjóði í Noregi (Innovasjon Norge). Birtingarnar sýna fordæmalausa og átakanlega meðhöndlun á svínum. Innovasjon Norge er sjóður í eigu ríkis og sveitarfélaga og eru margir á því að það sé ekki forsvaranlegt að þeir hafi stutt reksturinn. 
 
„Við höfum séð myndina og ég viðurkenni að hún hafði áhrif á okkur. Það er aldrei hægt að réttlæta illa meðferð á dýrum og myndin sýnir aðstæður sem við verðum að fá útskýringar á. Við höfum eigin meginreglu fyrir góða viðskiptahætti sem gildir fyrir alla viðskiptavini okkar og samstarfsaðila. Þar að auki erum við mjög upptekin af því að viðskiptavinir okkar haldi sig innan ramma laga og reglna,“ segir Kristin Well-Strand hjá Innovasjon Norge. 
 
Í samtali við sjónvarpsstöðina Stöð 2 í Noregi sagði framkvæmda­stjóri IPI, sem eiga SIA Baltic Pork, Ove Henrik Mørk Eek, að fyrirtæki þeirra í Lettlandi væri rekið eftir þarlendum lögum og eftir regluverki Evrópusambandsins. 
 
Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...