Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Uppljóstrun á slæmri meðferð á svínabúi í Lettlandi
Fréttir 11. október 2017

Uppljóstrun á slæmri meðferð á svínabúi í Lettlandi

Höfundur: ehg / Bondebladet
Svínabúið SIA Baltic Pork í Lettlandi, sem er í eigu norskra aðila, hefur ratað á síður lettneskra dagblaða eftir að dýraverndunarsinni sem vann á búinu í fimm vikur á fölskum forsendum birti myndir og myndbönd frá svínaframleiðslunni. 
 
Nú hefur málið einnig ratað í norska fjölmiðla, en fyrirtækið SIA Baltic Pork er 100 prósent í eigu Norðmanna, og það sem meira er það hefur fengið hátt í 150 milljónir íslenskra í styrk frá Nýsköpunarsjóði í Noregi (Innovasjon Norge). Birtingarnar sýna fordæmalausa og átakanlega meðhöndlun á svínum. Innovasjon Norge er sjóður í eigu ríkis og sveitarfélaga og eru margir á því að það sé ekki forsvaranlegt að þeir hafi stutt reksturinn. 
 
„Við höfum séð myndina og ég viðurkenni að hún hafði áhrif á okkur. Það er aldrei hægt að réttlæta illa meðferð á dýrum og myndin sýnir aðstæður sem við verðum að fá útskýringar á. Við höfum eigin meginreglu fyrir góða viðskiptahætti sem gildir fyrir alla viðskiptavini okkar og samstarfsaðila. Þar að auki erum við mjög upptekin af því að viðskiptavinir okkar haldi sig innan ramma laga og reglna,“ segir Kristin Well-Strand hjá Innovasjon Norge. 
 
Í samtali við sjónvarpsstöðina Stöð 2 í Noregi sagði framkvæmda­stjóri IPI, sem eiga SIA Baltic Pork, Ove Henrik Mørk Eek, að fyrirtæki þeirra í Lettlandi væri rekið eftir þarlendum lögum og eftir regluverki Evrópusambandsins. 
 
Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...