Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nýjar reglur um velferð sauðfjár og geitfjár
Fréttir 15. janúar 2015

Nýjar reglur um velferð sauðfjár og geitfjár

Höfundur: Vilmundur Hansen

Út er komin reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár byggð á nýjum lögum um velferð dýra auk laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Eldri reglugerð um aðbúnað og- umhirðu sauðfjár og geitfjár fellur þar með úr gildi.

Tilgangur reglugerðarinnar er að tryggja velferð og heilbrigði alls sauðfjár og geitfjár með góðri meðferð, umsjá og aðbúnaði. Leitast skal við að sauðfé og geitur geti lifað í samræmi við eðlilegt atferli sitt eins og framast er kostur. Í reglugerðinni koma fram lágmarkskröfur um einstök atriði.

Meðal nýmæla má nefna að hver sem ætlar að eignast sauðfé eða geitfé skal tilkynna það til Matvælastofnunar svo tryggt sé að lögbundnar skráningar, merkingar og eftirlit geti hafist. Einnig er kveðið á um að umráðamaður eða sá sem sinnir kindum eða geitum hafi hæfni og þekkingu á þörfum dýranna auk líkamlegrar og andlegrar getu til þess að annast dýrin.

Í reglugerðinni eru ákvæði um að dýralæknum sé einum heimilt að afhorna kindur og geitur þannig að fari inn í sló og gelda karldýr. Skylt er að nota deyfingu við þær aðgerðir og nota skal langverkandi verkjalyf þar sem það á við. Einnig er að finna ákvæði er kveður á um að við pörun skuli varast að æxla saman dýrum sem vitað er að gefa afkvæmi sem valda verulegum burðarerfiðleikum.

Í byrjun árs 2023 tekur gildi ákvæði er varðar gólf þar sem málmristar eða málmgrindur eru í stíugólfum. Eftir gildistöku ákvæðisins skal 40% af gólffletinum, hið minnsta, vera með legusvæði úr timbri eða öðru efni með samsvarandi eða minni varmaleiðni en timbur.

Skerpt er á nokkrum ákvæðum frá eldri reglugerð s.s. að fé sem haldið er úti yfir vetur skal haft í fjárheldum girðingum þannig að eftirlit sé framkvæmanlegt fram yfir sauðburð, öllu sauðfé og geitfé skal tryggt nægilegt húsaskjól að vetrarlagi og skal á hverjum tíma vera hægt að sýna fram á að slíkt rými sé til staðar fyrir vetrarfóðraðar kindur. Einnig er skerpt á því að sauðfé og geitum skal tryggður aðgangur að nægu vatni í húsum á meðan þau eru á innistöðu.

Með reglugerðinni eru tveir viðaukar, sá fyrri fjallar um lágmarksstærðir húsa, innréttinga og búnaðar en sá seinni tilgreinir hvernig eigi að meta holdafar og hjálpar þannig við að meta fóðurástand gripa.

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara