Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Íslandsmót í rúningi
Mynd / aðsendar
Lesendarýni 18. október 2024

Íslandsmót í rúningi

Höfundur: Steinþór Logi Arnarsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu (FSD) hyggst endurvekja Íslandsmeistaramótið í rúningi í tengslum við Haustfagnað félagsins sem er haldinn árlega um veturnætur.

Steinþór Logi Arnarsson.

Mótið fer einmitt fram fyrsta vetrardag kl. 13, laugardaginn 26. október, í reiðhöllinni í Búðardal. Mótið var haldið síðast árið 2018 þegar Jón Bjarnason frá Skipholti 3 í Hrunamannahreppi bar sigur úr býtum. Var það í ellefta skiptið sem Íslandsmeistari í rúningi var krýndur en mótið hafði þá verið haldið óslitið í Dölunum frá árinu 2008.

Það er okkur sönn ánægja að koma mótinu á laggirnar á ný eftir nokkurra ára hlé. Það stóð til að mótið færi fram 2020 á degi sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu en kórónuveirufaraldurinn kom í veg fyrir það á sínum tíma og mótið fór í smádvala. Í millitíðinni hefur komið ný og öflug kynslóð rúningsmanna og -kvenna sem hefur nú tækifæri til að bera saman bækur sínar og keppa á mótinu. Tilgangurinn er jú sá að gera rúningi hátt undir höfði sem eins konar íþrótt, sem krefst mikillar tækni og styrks til að ná góðum árangri. Gæði ullar byggir að miklu leyti á fagmennsku og góðum vinnubrögðum við rúning og því tilvalið um leið að miðla slíku með viðburði sem þessum. Það er feiknagaman að fylgjast með flottum rúningi.

Skráning á mótið fer fram á netfangið steinthor99@gmail.com eða í síma 858-1999 til og með þriðjudagsins 22. október.

Á Haustfagnaði FSD eru einnig lambhrútasýningar og á þeim jafnvel gripir boðnir til sölu, veitt eru verðlaun fyrir góðan árangur í ræktunarstarfinu auk þess sem félagið stendur um þessar mundir fyrir ljósmyndasamkeppni með þemað „Sauðkindin á óvæntum stöðum“. Allt þetta verður hægt að finna í reiðhöllinni í Búðardal fyrsta vetrardag ásamt markaðnum „Matur er mannsins megin“, þar sem matur úr héraðinu verður í fyrirrúmi ásamt handverki. Rúsínan í pylsuendanum er svo sviðaveislan að Laugum í Sælingsdal í samvinnu við Dalahótel. Þar verða á boðstólum svið, reykt og söltuð, með tilheyrandi og góð skemmtun undir stjórn Gísla Einarssonar, auk þess sem Tindatríóið kemur fram og hagyrðingar munu fara um víðan völl.

Sauðfjárbændur í Dölum hlakka því innilega til helgarinnar, sem er sannkölluð uppskeruhátíð og eru öll önnur áhugasöm um sauðfé, rúning, mat og eða mannfögnuði hvött til að mæta og eiga góða stund.

Skylt efni: rúningur | rúningskeppni

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...

Kosningar
Lesendarýni 29. nóvember 2024

Kosningar

Kæru kjósendur. Það er ekkert mikilvægara en að nýta atkvæðisréttinn sem svo mik...

Tryggjum nýliðun og skattalega hvata
Lesendarýni 29. nóvember 2024

Tryggjum nýliðun og skattalega hvata

Það eru vissulega forréttindi að búa í sveit, ala upp börnin sín í faðmi náttúru...

Verum til vinstri – verndum náttúruna
Lesendarýni 28. nóvember 2024

Verum til vinstri – verndum náttúruna

Á meðan Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur staðið vörð um náttúruna og gæt...

Þú treystir ekki hverjum sem er fyrir búinu þínu
Lesendarýni 28. nóvember 2024

Þú treystir ekki hverjum sem er fyrir búinu þínu

Að vera bóndi getur verið félagslega einangrandi, sérstaklega ef aldrei er svigr...

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best
Lesendarýni 27. nóvember 2024

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best

Umræða um jarðir, jarðaviðskipti og kynslóðaskipti í landbúnaði er og á að vera ...

Landbúnaður í velsældarhagkerfi
Lesendarýni 27. nóvember 2024

Landbúnaður í velsældarhagkerfi

Landbúnaður í heiminum öllum stendur frammi fyrir umbyltingu vegna framfara í ræ...