Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Básafjós munu heyra sögunni til
Fréttir 15. janúar 2015

Básafjós munu heyra sögunni til

Höfundur: Vilmundur Hansen

Út er komin reglugerð um velferð nautgripa byggð á nýjum lögum um velferð dýra auk laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Fjölmörg nýmæli eru í reglugerðinni, þar á meðal að leggja skuli af básahald nautgripa innan 20 ára og að öll ný fjós skuli vera lausagöngufjós. Bændum er gert að koma upp sérstökum burðarstíum innan 10 ára.

Tilgangur reglugerðarinnar er að tryggja velferð og heilbrigði nautgripa með góðri meðferð, umsjá og aðbúnaði. Í anda hinna nýju laga um dýravelferð er sérstaklega tekið fram að leitast skuli við að nautgripir geti lifað í samræmi við sitt eðlilega atferli eins og framast er kostur. Þá er undirstrikað að reglugerðin tilgreinir lágmarkskröfur um einstök atriði og þannig gert ráð fyrir að bændur gefi sjálfir út leiðbeiningar um góða búskaparhætti, þ.e. gefi út lýsingu á fyrirmyndarbúskap.

Tæplega helmingur kúa á Íslandi eru haldnar í básafjósum og því er sérstaklega tiltekið í reglugerðinni að þær skuli geta óhindrað lagst niður, legið eðlilega, risið á fætur, staðið, hreyft sig og sleikt, auk þess sem básarnir skuli uppfylla mál sem tilgreind eru í sérstökum viðauka reglugerðarinnar.

Nýmæli er að gerð er krafa um sérstaka þekkingu nautgripabænda, annað hvort í formi náms eða reynslu af kúabúskap og bændur eiga að venja nautgripi við umgengni við menn, bæði utan- og innandyra.

Sérstök áhersla er lögð á slysavarnir og sjúkdómavarnir, varðandi móttöku og afhendingu dýra sem aðfanga og aðgengi þjónustuaðila og gesta. Annað dýrahald með nautgripum er rýmkað frá fyrri reglum, en þó verður áfram óheimilt að halda önnur klaufdýr með nautgripum þannig að bein snerting á milli þeirra eða saurmengun geti átt sér stað. Slysavörnum eru gerð skil og taka til tækja, búnaðar, viðhalds og möguleika til rýmingar, auk vinnulags svo sem við tæmingu haughúsa.

Með reglugerðinni eru viðaukar, einn sem tilgreinir hvernig eigi að meta holdafar og hjálpar þannig við að meta fóðurástand gripa. Annar viðauki er um hvernig eigi að skjóta nautgripi, auk þess sem tiltekin grein í reglugerðinni fjallar um hvernig megi aflífa nautgrip heima á bæ. Þetta er til mikilla bóta og kemur í veg fyrir rangt vinnulag við aflífun. Einnig er bændum nú skylt að tilkynna Matvælastofnun ef þeir aflífa nautgrip vegna slyss eða alvarlegra veikinda og læknismeðferð er ekki möguleg. Þetta er mikilvægt því héraðsdýralæknir þarf að meta hvort taka eigi sýni til greiningar eða ekki, auk þess sem yfirlit fæst um neyðaraflífun nautgripa og þannig gæti það stuðlað að uppgötvun sjúkdóma eða ástands sem hægt væri að bregðast við.

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa
Fréttir 16. júní 2025

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf....

Úthlutað úr Matvælasjóði
Fréttir 16. júní 2025

Úthlutað úr Matvælasjóði

Fjörutíu verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði á dögunum. Hanna Katrín Friðriksso...

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...