Skylt efni

Kýr

Gönguleið hefur áhrif á helti
Fréttir 16. september 2022

Gönguleið hefur áhrif á helti

Þegar kýr eru á beit þurfa þær auðvitað að ganga til og frá fjósinu til þess að komast á beitarstykkið.

Bændur í Lækjartúni í Ásahreppi bæta afkomu verulega með beitarstýringu innan girðinga
Fréttir 27. maí 2022

Bændur í Lækjartúni í Ásahreppi bæta afkomu verulega með beitarstýringu innan girðinga

Tyrfingur Sveinsson og Hulda Brynjólfsdóttir tóku við búskap í Lækjartúni í Ásahreppi af foreldrum Tyrfings sumarið 2011. Tyrfingur er mikill áhugamaður um að nota beitarstýringu búfjár á ræktarlandi, reyndar í úthaga líka, og segir að reynsla þeirra sýni að af því geti verið margháttað hagræði og fjárhagslegur ávinningur.

Innleiðing erfðamengjaúrvals
Lesendarýni 19. nóvember 2018

Innleiðing erfðamengjaúrvals

Þann 3. september síðastliðinn hófst doktorsverkefni mitt við Háskólann í Árósum. Verkefnið er fjármagnað af Bændasamtökum Íslands, Landssambandi kúabænda og Auðhumlu. Tildrög verkefnisins eru þau að aðalfundur LK árið 2016 ályktaði að fela fagráði að kanna möguleika á innleiðingu erfðamengjaúrvals ...

Iceland er kýr ársins í Kanada
Fréttir 1. október 2018

Iceland er kýr ársins í Kanada

Það væri til að æra óstöðugan ef greint yrði frá öllum þeim kúm víða um heim sem hljóta viðurkenningu fyrir glæsileika, hátt kynbótagildi og aðra kosti.

Þang sem fóðurbætir fyrir mjólkurkýr
Fréttir 6. júní 2018

Þang sem fóðurbætir fyrir mjólkurkýr

Nýtt verkefni hjá Matís. Verkefnið kallast „Þang sem fóðurbætir fyrir mjólkurkýr“ og er markmið verkefnisins þríþætt; í fyrsta lagi að auka nyt mjólkurkúa og kanna gæði og efnainnihald kúamjólkur eftir þanggjöf, í öðru lagi að nota þang sem steinefnagjafa í fóður og í þriðja lagi að fá joðríka mjólk frá kúnum.

Nythæsta kýrin mjólkaði 14.199 kíló
Fréttir 24. janúar 2018

Nythæsta kýrin mjólkaði 14.199 kíló

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2017 hafa verið reiknaðar og birtar á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, www.rml.is.

Kúavinafélagið Baula
Fréttir 7. janúar 2016

Kúavinafélagið Baula

Nemendur á Hvanneyri stofnuðu undir lok síðasta árs kúavinafélagið Baula.

Óheimilt að hafa fleiri kýr en legubása
Fréttir 5. janúar 2016

Óheimilt að hafa fleiri kýr en legubása

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti staðfesti nýlega synjun Matvælastofnunar á beiðni bónda á Norðurlandi eystra sem hafði um nokkurra ára skeið haldið yfir 100 kýr í fjósi sem var hannað fyrir 92 kýr með 92 legubásum.

Skammur tími til stefnu
Fréttir 11. júní 2015

Skammur tími til stefnu

Í vor lagði Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðar­ráðherra fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir að heimilað verði að flytja inn erfðaefni úr norskum holdanautgripum. Tilgangurinn með innflutningnum er að auka nautakjötsframleiðslu í landinu.

Hreinir spenaendar  = lægri frumutala!
Á faglegum nótum 3. júní 2015

Hreinir spenaendar = lægri frumutala!

Það hefur legið fyrir í mörg ár að skýrt samhengi er á milli hreinleika kúa og frumutölu og hefur þá oftast fyrst og fremst verið horft til hreinleika júgurs og fóta og hreinleikanum gefin einkunn á bilinu 1-5 til þess að átta sig á umfangi mögulegs vandamáls á búinu.

Þrengir að gripum í fjósum bænda
Skoðun 2. júní 2015

Þrengir að gripum í fjósum bænda

Stjórn Félags kúabænda á Suðurlandi hefur sent frá sér yfirlýsingu og vekur athygli á ófremdarástandi vegna verkfalls dýralækna hjá MAST. Það hefur nú staðið síðan 20. apríl.

Innflutningur á holdanautasæði til notkunar á sveitabæjum er leikur að eldi
Lesendarýni 2. júní 2015

Innflutningur á holdanautasæði til notkunar á sveitabæjum er leikur að eldi

Ég er sammála umsögn ým­issa vel metinna bænda, embættis­manna og sérfræðinga á sviðum dýrasjúkdóma um frumvarp til breytinga á lögum nr 54/1990. Umsögn þeirra var send atvinnuveganefnd 15. maí 2015. Mótmælt er innflutningi á erfðaefni fyrir holdanautastofn okkar með svo ógætilegum hætti, sem að er stefnt.

Laufa í Flatey mjólkaði mest
Fréttir 27. janúar 2015

Laufa í Flatey mjólkaði mest

Nythæsta kýrin á skýrsluhaldsbúunum árið 2014 var Laufa 1089 í Flatey á Mýrum við Hornafjörð, undan Fróða 96028, en hún mjólkaði 13.121 kg með 3,33% fitu og 3,19% prótein.

Básafjós munu heyra sögunni til
Fréttir 15. janúar 2015

Básafjós munu heyra sögunni til

Út er komin reglugerð um velferð nautgripa byggð á nýjum lögum um velferð dýra auk laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Fjölmörg nýmæli eru í reglugerðinni, þar á meðal að leggja skuli af básahald nautgripa innan 20 ára og að öll ný fjós skuli vera lausagöngufjós. Bændum er gert að koma upp sérstökum burðarstíum innan 10 ára.

Íslensku kúalitirnir eru mikil verðmæti
Á faglegum nótum 6. janúar 2015

Íslensku kúalitirnir eru mikil verðmæti

Kýrnar eru þau húsdýr sem Íslendingar hafa lengi og vel lifað á, enda hefur þeim verið ætlað fóður fremur en öðrum skepnum frá alda öðli. Sjaldan er getið um kúafelli nema í móðuharðindunum og kýrnar hafa þolað súrt og sætt með íbúum landsins í meira en þúsund ár.