Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Laufa í Flatey mjólkaði mest
Fréttir 27. janúar 2015

Laufa í Flatey mjólkaði mest

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nythæsta kýrin á skýrsluhaldsbúunum árið 2014 var Laufa 1089 í Flatey á Mýrum við Hornafjörð, undan Fróða 96028, en hún mjólkaði 13.121 kg með 3,33% fitu og 3,19% prótein.

Alls skiluðu 22 kýr afurðum yfir 11.000 kg. sjö yfir 12.000 kg og þar af ein, Laufa, yfir 13.000 kg. Árið 2013 náðu átta kýr nyt yfir 11.000 kg.

Laufa er fædd í Einholti í Hornafirði þar sem hún mjólkaði vel fram á sitt annað mjólkurskeið. Burðartími Laufu féll vel að almanaksárinu en hún bar sínum áttunda kálfi 19. des. 2013. Laufa er gríðarmikil mjólkurkýr, fór hæst í 48,6 kg dagsnyt á liðnu ári og skráðar æviafurðir hennar voru 68.997 kg. um síðustu áramót en sinn fyrsta kálf átti hún 12. maí 2006, þá þá rétt ríflega tveggja ára.

Önnur í röðinni árið 2014 var Stytta 336 á Kotlaugum í Hrunamannahreppi, undan Öðlingi 03002 en hún mjólkaði 12.700 kg. með 4,19% fitu og 3,40% prótein.

Þriðja nythæsta kýrin var Drottning 324 í Geirshlíð í Flókadal í Borgarfirði, undan Fonti 98027, en nyt hennar á árinu var 12.567 kg. með 4,69% fitu og 3,30% prótein.

Fjórða nythæsta kýrin var Agla 361 í Viðvík í Viðvíkursveit í Skagafirði, dóttir Þrasa 98052 en hún mjólkaði 12.261 kg. með 4,06% fitu og 3,29% prótein.

Fimmta í röðinni var Ausa 306 í Garðakoti í Hjaltadal í Skagafirði, undan Þverteini 97032, en hún skilaði 12.198 kg á árinu með 3,50% fitu og 3,15% prótein.

Skylt efni: afurðir | Mjólk | Kýr

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...