Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Laufa í Flatey mjólkaði mest
Fréttir 27. janúar 2015

Laufa í Flatey mjólkaði mest

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nythæsta kýrin á skýrsluhaldsbúunum árið 2014 var Laufa 1089 í Flatey á Mýrum við Hornafjörð, undan Fróða 96028, en hún mjólkaði 13.121 kg með 3,33% fitu og 3,19% prótein.

Alls skiluðu 22 kýr afurðum yfir 11.000 kg. sjö yfir 12.000 kg og þar af ein, Laufa, yfir 13.000 kg. Árið 2013 náðu átta kýr nyt yfir 11.000 kg.

Laufa er fædd í Einholti í Hornafirði þar sem hún mjólkaði vel fram á sitt annað mjólkurskeið. Burðartími Laufu féll vel að almanaksárinu en hún bar sínum áttunda kálfi 19. des. 2013. Laufa er gríðarmikil mjólkurkýr, fór hæst í 48,6 kg dagsnyt á liðnu ári og skráðar æviafurðir hennar voru 68.997 kg. um síðustu áramót en sinn fyrsta kálf átti hún 12. maí 2006, þá þá rétt ríflega tveggja ára.

Önnur í röðinni árið 2014 var Stytta 336 á Kotlaugum í Hrunamannahreppi, undan Öðlingi 03002 en hún mjólkaði 12.700 kg. með 4,19% fitu og 3,40% prótein.

Þriðja nythæsta kýrin var Drottning 324 í Geirshlíð í Flókadal í Borgarfirði, undan Fonti 98027, en nyt hennar á árinu var 12.567 kg. með 4,69% fitu og 3,30% prótein.

Fjórða nythæsta kýrin var Agla 361 í Viðvík í Viðvíkursveit í Skagafirði, dóttir Þrasa 98052 en hún mjólkaði 12.261 kg. með 4,06% fitu og 3,29% prótein.

Fimmta í röðinni var Ausa 306 í Garðakoti í Hjaltadal í Skagafirði, undan Þverteini 97032, en hún skilaði 12.198 kg á árinu með 3,50% fitu og 3,15% prótein.

Skylt efni: afurðir | Mjólk | Kýr

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar
Fréttir 11. apríl 2024

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr ráðherra matvælaráðuneytis en Svandís Svavars...

Greiðslumark færist til Norðvesturlands
Fréttir 11. apríl 2024

Greiðslumark færist til Norðvesturlands

Um sjötíu prósent mjólkurkvóta sem skipti um eigendur á síðasta tilboðsmarkaði f...

Nemendur vilja betri hádegismat
Fréttir 10. apríl 2024

Nemendur vilja betri hádegismat

Fulltrúar ungmennaráðs Mýrdalshrepps vöktu máls á skólamáltíðum á sveitarstjórna...