Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kýr eru ekki sérlega liprar á sér.
Kýr eru ekki sérlega liprar á sér.
Fréttir 16. september 2022

Gönguleið hefur áhrif á helti

Höfundur: Magasinet Kvæg-SNS

Þegar kýr eru á beit þurfa þær auðvitað að ganga til og frá fjósinu til þess að komast á beitarstykkið.

Oft eru þessar gönguleiðir kúnna malarbornar, svo þær vaðist ekki upp, en það skiptir þó verulegu máli hvernig staðið er að frágangi á þessum gönguleiðum.

Þetta var sérstaklega skoðað í írskri rannsókn þar sem gerður var samanburður á tíðni helti kúa og frágangi á gönguleiðum 99 kúabúa. Í ljós kom að þar sem finna mátti lausa steina á helstu gönguleiðum kúnna, þar var meira um helti.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að þar sem voru rimlar framan við inngang inn í fjósin, sem oft er á búum sem beita mikið, eins og t.d. írskum kúabúum, þar var einnig meira um helti.

Þetta kemur líklega fæstum á óvart enda eru kýr ekki sérlega liprar á sér og eiga ekki auðvelt með að sveigja fram hjá ójöfnum við göngu sína. Þegar þær misstíga sig, t.d. þegar þær stíga óvart á stein eða misfellu í undirlaginu eins og á rimlum, getur það orsakað skaða á sólanum eða hvítu línunni sem tengir sólann við klaufvegginn

Skylt efni: Kýr

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...