Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þang sem fóðurbætir fyrir mjólkurkýr
Fréttir 6. júní 2018

Þang sem fóðurbætir fyrir mjólkurkýr

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýtt verkefni hjá Matís. Verkefnið kallast „Þang sem fóðurbætir fyrir mjólkurkýr“ og er markmið verkefnisins þríþætt; í fyrsta lagi að auka nyt mjólkurkúa og kanna gæði og efnainnihald kúamjólkur eftir þanggjöf, í öðru lagi að nota þang sem steinefnagjafa í fóður og í þriðja lagi að fá joðríka mjólk frá kúnum.

Í rannsókninni verða áhrif þanggjafar á nyt kúa og innihald mjólkur skoðuð. Þegar fóðurtilraun hefst verður fylgst með nyt og innihaldsefnum mjólkur til samanburðar við mælingar sem voru gerðar áður en þangmjöl var gefið.

Verkefnið er unnið í samstarfi Matís og tilraunabúsins að Stóra-Ármóti og þangið kemur frá Þörungaverksmiðjunni Reykhólum.

Verkefnastjóri er Ásta Heiðrún Pétursdóttir, auk hennar frá Matís koma Helga Gunnlaugsdóttir og starfsmenn efnamælinga að verkefninu

Verkefnið hófst 1. Mars sl. og því lýkur 31. desember 2018 og er styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins.

Skylt efni: Matís | Kýr | þang

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...