Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þang sem fóðurbætir fyrir mjólkurkýr
Fréttir 6. júní 2018

Þang sem fóðurbætir fyrir mjólkurkýr

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýtt verkefni hjá Matís. Verkefnið kallast „Þang sem fóðurbætir fyrir mjólkurkýr“ og er markmið verkefnisins þríþætt; í fyrsta lagi að auka nyt mjólkurkúa og kanna gæði og efnainnihald kúamjólkur eftir þanggjöf, í öðru lagi að nota þang sem steinefnagjafa í fóður og í þriðja lagi að fá joðríka mjólk frá kúnum.

Í rannsókninni verða áhrif þanggjafar á nyt kúa og innihald mjólkur skoðuð. Þegar fóðurtilraun hefst verður fylgst með nyt og innihaldsefnum mjólkur til samanburðar við mælingar sem voru gerðar áður en þangmjöl var gefið.

Verkefnið er unnið í samstarfi Matís og tilraunabúsins að Stóra-Ármóti og þangið kemur frá Þörungaverksmiðjunni Reykhólum.

Verkefnastjóri er Ásta Heiðrún Pétursdóttir, auk hennar frá Matís koma Helga Gunnlaugsdóttir og starfsmenn efnamælinga að verkefninu

Verkefnið hófst 1. Mars sl. og því lýkur 31. desember 2018 og er styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins.

Skylt efni: Matís | Kýr | þang

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...