Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is.

Garn: Lillemor by Permin (25g/100m), fæst hjá Handverkskúnst. 3 dokkur af hverjum lit, samtals 12 dokkur.

Heklunál: 3 mm

Teppastærð: ca 70 cm á breidd og 90 cm á lengd eftir þvott. Teppið stækkar aðeins eftir þvott því mynstrið í því opnar sig betur.

Skammstafanir: sl. – sleppa, L – lykkja. LL – loftlykkja, LL-bil – loftlykkjubil, FP – fastapinni, ST – stuðull, 2STsam – 2 stuðlar heklaðir saman (úrtaka).

Fitjið upp 172 L – eða margfeldið af 14+4.

1. umf: Heklið 1 ST í þriðju LL frá nálinni (þessar 2 LL sem sleppt er teljast ekki með), *2 ST í næstu L, 1 ST í næstu 4L, 2 ST sam x2, 1 ST í næstu 4 L, 2 ST í næstu L*, endurtakið frá * að * þar til 1 L er eftir af umf, 1 ST í síðustu L.

2. umf: Heklið 2 LL (telst ekki með), 1 ST í fyrstu L,*2 ST í næstu L, 1 ST í næstu 2L, 2 LL, sl.2L, 1 ST í næstu L, sl. 2 L, 1 ST í næstu L, 2 LL, sl.2 L, 1 ST í næstu 2L, 2 ST í næstu L*, endurtakið frá * að * þar til 1 L er eftir af umf, 1 ST í síðustu L.

3.umf:Heklið 2 LL, 1 ST í fyrstu L,*2 ST í næstu L,1 ST í næstu 3 L, 2 LL, sl. LL-bili, 1 FP á milli næstu 2 ST, 2 LL,sl.LL-bili, 1 ST í næstu 3 L, 2 ST í næstu L*, endurtakið frá * að * þar til 1 L er eftir af umf, 1 ST í síðustu L.

4. umf: Heklið 2 LL, 1 ST í fyrstu L, *2 ST í næstu L, 1 ST í næstu 3 L, 2 ST í næstu L, sl. [LL-bil + FP + LL-bil], 2 ST í næstu L, 1 ST í næstu 3L, 2 ST í næstu L*, endurtakið frá * að * þar til 1 L er eftir af umf, 1 ST í síðustu L.

Skiptið um lit.

5.umf: Heklið 2 LL, 1 ST í fyrstu L, * 2 ST í næstu L, 1 ST í næstu 4 L, 2 ST sam x2, 1 ST í næstu 4L, 2 ST í næstu L*, endurtakið frá * að * þar til 1 L er eftir af umf, 1 ST í síðustu L.

6. umf: Heklið 2 LL, 1 ST í fyrstu L, *2 ST í næstu L, 1 ST í næstu 2L, 2 LL, sl.2L, 1 ST í næstu L, sl.2L,1 ST í næstu L, 2 LL, sl.2 L, 1 ST í næstu 2 L, 2 ST í næstu L*, endurtakið frá * að * þar til 1L er eftir af umf, 1 ST í síðustu L.

7.umf: Heklið 2 LL, 1 ST í fyrstu L, *2 ST í næstu L, 1 ST í næstu 3 L, 2 LL, sl. LL-bili, 1 FP á milli næstu 2 ST, 2 LL,sl.LL-bili,1 ST í næstu 3L, 2ST í næstu L*, endurtakið frá * að * þar til 1L er eftir af umf, 1 ST í síðustu L.

8.umf: Heklið 2LL, 1 ST í fyrstu L,* 2 ST í næstu L, 1 ST í næstu 3L, 2 ST í næstu L, sl. [LL-bil + FP + LL-bil], 2 ST í næstu L, 1 ST í næstu 3L, 2 ST í næstu L*, endurtakið frá * að * þar til 1L er eftir af umf, 1 ST í síðustu L.

Skiptið um lit. Endurtakið 5.-8. umferðir 24 sinnum, eða þar til teppið hefur náð æskilegri lengd. Heklið svo 9. umferð einu sinni.

9. umf: Heklið 1 LL, 1 FP í fyrstu L, *2 FP í næstu L, 1 FP í næstu 4L, sl. 1L, 1 FP í næstu 2L, sl.1L, 1 FP í næstu 4 L, 2 FP í næstu L, endurtakið frá * að * þar til 1L er eftir af umf, 1 FP í síðustu L.

Önnu-peysa
Hannyrðahornið 15. maí 2024

Önnu-peysa

Stærðir: S M L XL Yfirvídd: 94 100 111 12

Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...

Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...