Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is.

Garn: Lillemor by Permin (25g/100m), fæst hjá Handverkskúnst. 3 dokkur af hverjum lit, samtals 12 dokkur.

Heklunál: 3 mm

Teppastærð: ca 70 cm á breidd og 90 cm á lengd eftir þvott. Teppið stækkar aðeins eftir þvott því mynstrið í því opnar sig betur.

Skammstafanir: sl. – sleppa, L – lykkja. LL – loftlykkja, LL-bil – loftlykkjubil, FP – fastapinni, ST – stuðull, 2STsam – 2 stuðlar heklaðir saman (úrtaka).

Fitjið upp 172 L – eða margfeldið af 14+4.

1. umf: Heklið 1 ST í þriðju LL frá nálinni (þessar 2 LL sem sleppt er teljast ekki með), *2 ST í næstu L, 1 ST í næstu 4L, 2 ST sam x2, 1 ST í næstu 4 L, 2 ST í næstu L*, endurtakið frá * að * þar til 1 L er eftir af umf, 1 ST í síðustu L.

2. umf: Heklið 2 LL (telst ekki með), 1 ST í fyrstu L,*2 ST í næstu L, 1 ST í næstu 2L, 2 LL, sl.2L, 1 ST í næstu L, sl. 2 L, 1 ST í næstu L, 2 LL, sl.2 L, 1 ST í næstu 2L, 2 ST í næstu L*, endurtakið frá * að * þar til 1 L er eftir af umf, 1 ST í síðustu L.

3.umf:Heklið 2 LL, 1 ST í fyrstu L,*2 ST í næstu L,1 ST í næstu 3 L, 2 LL, sl. LL-bili, 1 FP á milli næstu 2 ST, 2 LL,sl.LL-bili, 1 ST í næstu 3 L, 2 ST í næstu L*, endurtakið frá * að * þar til 1 L er eftir af umf, 1 ST í síðustu L.

4. umf: Heklið 2 LL, 1 ST í fyrstu L, *2 ST í næstu L, 1 ST í næstu 3 L, 2 ST í næstu L, sl. [LL-bil + FP + LL-bil], 2 ST í næstu L, 1 ST í næstu 3L, 2 ST í næstu L*, endurtakið frá * að * þar til 1 L er eftir af umf, 1 ST í síðustu L.

Skiptið um lit.

5.umf: Heklið 2 LL, 1 ST í fyrstu L, * 2 ST í næstu L, 1 ST í næstu 4 L, 2 ST sam x2, 1 ST í næstu 4L, 2 ST í næstu L*, endurtakið frá * að * þar til 1 L er eftir af umf, 1 ST í síðustu L.

6. umf: Heklið 2 LL, 1 ST í fyrstu L, *2 ST í næstu L, 1 ST í næstu 2L, 2 LL, sl.2L, 1 ST í næstu L, sl.2L,1 ST í næstu L, 2 LL, sl.2 L, 1 ST í næstu 2 L, 2 ST í næstu L*, endurtakið frá * að * þar til 1L er eftir af umf, 1 ST í síðustu L.

7.umf: Heklið 2 LL, 1 ST í fyrstu L, *2 ST í næstu L, 1 ST í næstu 3 L, 2 LL, sl. LL-bili, 1 FP á milli næstu 2 ST, 2 LL,sl.LL-bili,1 ST í næstu 3L, 2ST í næstu L*, endurtakið frá * að * þar til 1L er eftir af umf, 1 ST í síðustu L.

8.umf: Heklið 2LL, 1 ST í fyrstu L,* 2 ST í næstu L, 1 ST í næstu 3L, 2 ST í næstu L, sl. [LL-bil + FP + LL-bil], 2 ST í næstu L, 1 ST í næstu 3L, 2 ST í næstu L*, endurtakið frá * að * þar til 1L er eftir af umf, 1 ST í síðustu L.

Skiptið um lit. Endurtakið 5.-8. umferðir 24 sinnum, eða þar til teppið hefur náð æskilegri lengd. Heklið svo 9. umferð einu sinni.

9. umf: Heklið 1 LL, 1 FP í fyrstu L, *2 FP í næstu L, 1 FP í næstu 4L, sl. 1L, 1 FP í næstu 2L, sl.1L, 1 FP í næstu 4 L, 2 FP í næstu L, endurtakið frá * að * þar til 1L er eftir af umf, 1 FP í síðustu L.

Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL