Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Höfundur: Prjónakveðja, Stelpurnar í Handverkskúnst www.garn.is

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og falleg áferð.

Stærðir: 3 (6/9) 12/18 mánaða

- Yfirvídd: ca. 46 (52) 59 cm.
- Sídd: ca. 25 (28) 32 cm.

Garn: No. 3 Organic Wool + Nettles frá ONIONKnit (fæst í Handverkskúnst) - 2 (2) 3 dokkur, litur á mynd laks nr 04.

Prjónar: Sokkaprjónar og hringprjónn 60 cm nr 3 og 3½.

Prjónfesta: 24 lykkjur x 30 umferðir í sléttu prjóni á prjóna nr. 3½ = 10 x 10 cm.

Tölur: 5 (6) 6 stykki

Skammstafanir: L = lykkja/lykkjur / sl = slétt / br = brugðið / sm = samman / PM = prjónamerki / * * = markar endurtekningu / Klykkja-sl = prjónið kantlykkjur slétt / út-V = útaukning vinstri halli / út-H = útaukning hægri halli / 2 snúið sl sm = prjónið 2L saman í aftari lykkjubogann. Peysan er prjónuð ofan frá og niður. Það eru prjónaðar 4 kantlykkjur slétt í upphafi og enda allra umferða.

Hnappagöt: Prjónið 1. hnappagat í byrjun umferðar 5 og síðan í 20. hverri umferð þannig: 1 sl, 2 sl sm, sláið bandið um prjóninn.

Berustykki: Fitjið upp 69 (73) 77 lykkjur á hringprjón nr 3 (prjónið fram og til baka). Umferð 1: 4 Kantl-sl-, *1 br, 1 sl* (endurtakið frá *-* þar til 5L eru eftir af umferð), 1 br, 4 Kantl-sl. Umferð 2-6: 4 Kantl-sl, prjónið lykkjur eins og þær koma fyrir í stroffi, þar til 5L eru eftir af umferð, 1 sl, 4 Kantl-sl. Skiptið yfir á hringprjón nr 3½ og prjónið mynstur þannig:.

Umferð 1 og allar umferðir frá röngu: 4 Kantl-sl, prjónið brugðið þar til 4 lykkjur eru eftir af umferð, 4 Kantl-sl.

Umferð 2 og allar umferðir frá réttu: 4 Kantl-sl, prjónið skamkvæmt mynsturteikningu (ath: mynsturteikning sýnir bara umferðir frá réttu). Endurtakið mynstur 15 (16) 17 sinnum í umferð, 1 sl, 4 Kantl-sl (= 159 (169) 179 lykkjur þegar mynstri er lokið).

Endið á umferð frá röngu og setjið inn PM þannig: prjónið 22 (24) 26 L br, setjið PM (framstykki), prjónið 36 (37) 38 L br, setjið PM (ermi), prjónið 43 (47) 51 L br, setjið PM (bakstykki), prjónið 36 (37) 38 L br, setjið PM (ermi), prjónið síðustu 22 (24) 26 L br, seinni helmingur á framstykki. Prjónið áfram fram og til baka slétt prjón með 4 Kantl-sl eins og áður og munið eftir hnappagötum.

Laskaútaukning: umferð 1: prjónið slétt þar til 1L er að PM, út-H, 1 sl, *1 sl, út-V, prjónið slétt þar til 1L er að næsta PM, út-H, 1 sl* (endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar), 1 sl, út-V, prjónið slétt út umferð.

Umferð 2: 4 Kantl-sl, prjónið brugðið þar til 4L eru eftir af umferð, prjónið Kantl-sl. Endurtakið þessar 2 umferðir alls 3 (4) 6 sinnum (= 183 (201) 227 lykkjur).

Skipting bols og erma: Prjónið slétt yfir framstykki 25 (28) 32 L, setjið ermalykkjur á þráð 42 (45) 50 L, fitjið upp 8 (8) 8 lykkjur, prjónið slétt yfir bakstykki 49 (55) 63 L, setjið ermalykkjur á þráð 42 (45) 50 L, fitjið upp 8 (8) 8 lykkjur, prjónið slétt yfir framstykki 25 (28) 32 L (= 115 (127) 143 L). Prjónið áfram fram og til baka eins og áður þar til stykkið mælist 11 (13) 16 cm frá skiptingu bols og erma, endið á umferð frá röngu. Mundu eftir hnappagötum. Skiftið yfir á hringprjón nr 3 og prjónið stroff: 4 Kantl-sl, *1 br, 1 sl* (endurtakið frá *-* þar til 5L eru eftir af umferð), 1 br, 4 Kantl-sl. Prjónið alls 10 (12) 14 umferðir stroff. Setjið síðasta hnappagat í 4. síðustu umferð á stroffi. Fellið af í stroffprjóni.

Ermar: Færið ermalykkjurnar yfir á sokkaprjóna nr 3½, takið upp/ prjónið upp 8L undir hendi (= 50 (53) 58 L). Prjónið í hring slétt prjón og fækkið í 4. umferð þannig: 1 sl, 2 sl sm, prjónið slétt þar til 3L eru eftir af umferð, 2 snúið sl sm, 1 sl. Fækkið lykkjum þannig í 4. hverri umferð alls 3 sinnum (= 44 (47) 52 L). Prjónið áfram án úrtaka þar til ermin mælist 11 (13) 15 cm. Fækkið um 6 (7) 8 L jafnt yfir í síðustu umferð (= 38 (40) 44 m). Skiftið yfir á sokkaprjóna nr 3 og prjónið stroff 10 (12) 14 umferðir. Fellið af í stroffprjóni.

Frágangur: saumið tölur í peysuna, gangið frá endum. Þvoið samkvæmt þvottaleiðbeiningum á garni og leggið í mál til þerris. 

Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL