Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Höfundur: Stelpurnar í Handverkskúnst, www.garn.is

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og öldumynstri. Stærðir 2 – 12 ára. DROPS Design: Mynstur e-017-bn

Stærðir: 2 (3/4) 5/6 (7/8) 9/10 (11/12) ára Stærðin jafngildir ca hæð á barni í cm: 92 (98/104) 110/116 (122/128 ) 134/140 (146/152)

Garn: DROPS SAFRAN (fæst í Handverkskúnst) 100 (150) 150 (150) 200 (200) gr litur á mynd nr 18, Natur

Eða notið: DROPS BABY MERINO (fæst í Handverkskúnst) 100 (100) 150 (150) 150 (200) gr litur 02, Natur DROPS tala nr 600: 1 stykki í allar stærðir.

Prjónar: Hringprjónn 40 g 60 cm, nr 3,5. Hringprjónn 60 cm nr 2,5. Sokkaprjónar nr 2,5 og 3,5

Prjónfesta: 24 lykkjur x 32 umferðir með sléttprjóni = 10x10 cm á prjóna nr 3,5.

Garðaprjón (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

Mynstur: Sjá mynsturteikninguA.1.

Hnappagat: Fellt er af fyrir hnappagati í byrjun umferðar frá réttu. Prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist hnappagat.

PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Fyrst er prjónaður kantur í hálsmáli og efsti hluti á berustykki ofan frá og niður, fram og til baka á hringprjóna, svo það myndist klauf fyrir miðju að aftan. Síðan er berustykkið prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan. Þegar berustykki hefur verið prjónað til loka, skiptist stykkið fyrir framog bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað til loka niður á við í hring á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring.

Kantur í hálsmáli: Fitjið upp 88 (96) 104 (104) 108 (108) lykkjur á hringprjón nr 2,5 með DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Prjónið stroff frá réttu þannig: 3 lykkjur GARÐAPRJÓN – lesið leiðbeiningar að ofan, *2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið*, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt og 3 lykkjur í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 1½ cm fellið af fyrir HNAPPAGAT – lesið leiðbeiningar að ofan. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka í 2½ til 3 cm, endið eftir umferð frá röngu. Setjið 1 merki eftir fyrstu 44 (48) 52 (52) 54 (54) lykkjur í umferð (= ca fyrir miðju að framan), stykkið er nú mælt frá þessu merki.

Berustykki: Skiptið yfir á hringprjón nr 3,5. Prjónið fram og til baka með 3 lykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið, þær lykkjur sem eru eftir eru prjónaðar í sléttprjóni. Prjónið svona í 2 cm (mælt eftir kant í hálsmáli), endið með umferð frá réttu og endið þegar eftir eru 3 lykkjur í umferð, setjið þessar lykkjur á hjálparprjón. Nú er stykkið sett saman í báðum hliðum þannig að hægt sé að prjóna í hring, það er gert þannig: Setjið 3 lykkjur af hjálparprjóni aftan við 3 lykkjur slétt í byrjun umferðar frá réttu, prjónið fyrstu lykkju slétt saman með fyrstu lykkju af hjálparprjóni, aðra lykkju slétt saman með annarri lykkju af hjálpaprjóni og þriðju lykkju slétt saman með þriðju lykkju af hjálparprjóni, prjónið síðan slétt út umferðina. Síðan er stykkið prjónað í hring.

Prjónið 1 umferð slétt og fækkið um 1 (2) 3 (3) 0 (0) lykkjur jafnt yfir = 84 (91) 98 (98) 105 (105) lykkjur í umferð. Nú er prjónað MYNSTUR – lesið leiðbeiningar að ofan, þ.e.a.s. prjónið A.1 alls 12 (13) 14 (14) 15 (15) sinnum hringinn á berustykki. Haldið svona áfram. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, eru 228 (247) 266 (266) 285 (285) lykkjur í umferð. Endurtakið síðustu 6 umferðir í mynsturteikningu þar til stykkið mælist ca 12 (13) 14 (15) 16 (17) cm frá merki. Prjónið 1 umferð slétt og jafnið lykkjufjöldann út til 232 (244) 260 (264) 280 (292) lykkjur. Prjónið síðan í sléttprjóni þar til stykkið mælist 13 (14) 15 (16) 17 (18) cm frá merki fyrir miðju að framan.

Skipting fyrir fram- og bakstykki og ermar: JAFNFRAMT sem næsta umferð er prjónuð, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið fyrstu 33 (35) 38 (39) 42 (44) lykkjursléttprjón (= hálft bakstykki), setjið næstu 50 (52) 54 (54) 56 (58) lykkjur á þráð fyrir ermar, fitjið upp 6 (6) 6 (8) 8 (8) nýjar lykkjur í umferð (= í hlið mitt undir ermi), prjónið 66 (70) 76 (78) 84 (88) lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 50 (52) 54 (54) 56 (58) lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6 (6) 6 (8) 8 (8) nýjar lykkjur í umferð (= í hlið mitt undir ermi) og prjónið síðustu 33 (35) 38 (39) 42 (44)lykkjur eins og áður (= hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig.

Fram- og bakstykki: = 144 (152) 164 (172) 184 (192) lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn, þar til stykkið mælist 22 (25) 26 (30) 33 (35) cm frá merki fyrir miðju að framan. Skiptið yfir á hringprjón nr 2,5, prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) JAFNFRAMT sem aukið er út um 20 (24) 24 (28) 28 (28) lykkjur jafnt yfir í umferð 1 = 164 (176) 188 (200) 212 (220) lykkjur. Þegar stroffið mælist 3 cm er fellt af. Peysan mælist ca 28 (31) 34 (37) 40 42 cm frá öxl.

Ermar: Setjið 50 (52) 54 (54) 56 (58) lykkjur frá ermi af öðrum þræðinum á sokkaprjóna nr 3,5 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 6 (6) 6 (8) 8 (8) lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 56 (58) 60 (62) 64 (66) lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til ermin mælist 2 (2) 4 (5) 5 (6) cm frá skiptingunni. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 2,5, prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) JAFNFRAMT sem aukið er út um 0 (2) 0 (2) 0 (2) lykkjur jafnt yfir í umferð 1 =56 (60) 60 (64) 64 (68). Þegar stroffið mælist 3 cm er fellt af. Ermin mælist ca 5 (5) 7 (8) 8 (9) cm frá skiptingunni.

Frágangur: Saumið tölu í opið að aftan við hnakka. Þvoið flíkina skv. þvottaleiðbeiningum á garni og leggið í mál til þerris.

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL

Rósavettlingar
Hannyrðahornið 30. apríl 2025

Rósavettlingar

Vettlingar eru alltaf nýtilegir, vetur, sumar, vor og haust. Það er gott að eiga...

Endurlit
Hannyrðahornið 19. mars 2025

Endurlit

Þessi peysa er endurunnin, var hönnuð fyrir nokkrum áratugum en ástæða þótti til...

Hettutrefill
Hannyrðahornið 5. febrúar 2025

Hettutrefill

Hettutreflar eru mjög vinsælir núna. Þessi er prjónaður úr DROPS Daisy og DROPS ...

Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...