Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Höfundur: Hönnun: Margrét Jónsdóttir

Stærð: S-M-L

Efni: 50 g Þingborgarlopi eða annar lopi í aðallit u.þ.b. 8-10 metrar af fjórum litum í mynstur

Prjónar: Hringprjónar nr. 3.5 og 5 40 eða 50 sm langir Sokkarprjónar nr. 5 Saumnál

Aðferð: Húfan er prjónuð í hring, stroff er prjónað 2 sléttar og 2 brugðnar, að öðru leyti er húfan prjónuð slétt.

Húfan: Fitjið upp með aðallit 80-84-88 lykkjur á hringprjóna nr 3.5 og prjónið stroff 5 sm. Skiptið yfir á hringprjóna nr 5. Prjónið mynstur og raðið litum að vild. Mynstur byrjar á tveimur umferðum í aðallit og síðan kemur fyrsti litur. Prjónið 3 lykkjur með lit og takið fjórðu lykkjuna óprjónaða (aðallitur), endurtekið út umferð. Í næstu tveimur umferðum af lit heldur þessi lykkja áfram að vera óprjónuð. Þegar prjónaður er aðallitur þar á eftir prjónast hún eins og venjulega. Endurtakið þetta í hinum litunum, fjórða hver lykkja er alltaf tekin óprjónuð þegar litur er prjónaður en prjónuð með í aðallitnum. Með þessu móti er mynstrið eins og tvílita mynstur án þess að þurfa að prjóna tvo liti í einu. Eftir að mynstri lýkur prjónið 5-6-7 umferðir með aðallit áður en úrtaka byrjar.

Úrtaka: Tekið er úr með hringúrtöku þar sem tekið er úr 6 X í hringnum með jöfnu millibili. Í hverri einingu af úrtöku í stærð S eru 4 X 13 lykkjur og 2 X 14 lykkjur. Í stærð M eru 14 lykkjur í hverri einingu af úrtöku. Í stærð L eru 4 X 15 lykkjur og 2 x 14 lykkjur í hverri einingu af úrtöku. Tekið er úr í byrjun hverrar einingar með því að prj saman 2 lykkjur og prjóna síðan þær sem eftir eru. Við hverja úrtöku fækkar lykkjunum um 1 lykkju í hverri einingu. Í fyrstu 6 umferðum af úrtöku er prjónuð 1 umferð á milli án úrtöku, síðan er tekið úr í hverri umferð þar til 12 lykkjur eru eftir á prjónunum. Þegar hringprjónninn er orðinn of stuttur er skipt yfir á sokkaprjónana. Að síðustu er þrætt í gegnum lykkjurnar 12 með nálinni og gengið vel frá endanum og öðrum endum.

Þvoið að síðustu húfuna í volgu vatni og með góðri ullarsápu eða sjampói, skolið vel, kreistið vatnið úr og leggið til þerris.

 

Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL