Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Skammur tími til stefnu
Fréttir 11. júní 2015

Skammur tími til stefnu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í vor lagði Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðar­ráðherra fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir að heimilað verði að flytja inn erfðaefni úr norskum holdanautgripum. Tilgangurinn með innflutningnum er að auka nautakjötsframleiðslu í landinu.

Þegar talað er um innflutning á erfðaefni er annaðhvort átt við innflutning á sæði holdanauta eða fósturvísum úr kúm frá Noregi.

Ekki eru allir sammála um ágæti innflutningsins. Gagnrýnendur hans segja innflutninginn leik að eldi og auki hættuna á að til landsins berist búfjársjúkdómar sem ekki þekkist hér á landi. Umsagnaraðilar eru heldur ekki sammála um hvort sé betra að flytja inn sæði eða fósturvísa.

Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir aftur á móti að gagnrýnin sé byggð á veikum grunni og vísar í áhættumat sem LK lét gera í tengslum við innflutning á sæði norskra holdanauta. Hann segir hættuna á að til landsins berist sjúkdómar með sæðinu hverfandi.

„Áhættumatið sem LK lét gera er mun víðtækara en það sem var framkvæmt af Matvælastofnun. Mat LK tekur til um 50 sjúkdóma en mat Matvælastofnunar ekki nema til 16.“

Frumvarpið er enn í meðförum Alþingis og bíður annarra og þriðju umræðu. Holdakýr hér á landi eru yfirleitt sæddar í júlí og fram í september og því skammur tími til stefnu eigi innflutningurinn að nýtast bændum á þessu ári.

– Sjá nánar á blaðsíðu 2 í Bændablaðinu,

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...