Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Skammur tími til stefnu
Fréttir 11. júní 2015

Skammur tími til stefnu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í vor lagði Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðar­ráðherra fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir að heimilað verði að flytja inn erfðaefni úr norskum holdanautgripum. Tilgangurinn með innflutningnum er að auka nautakjötsframleiðslu í landinu.

Þegar talað er um innflutning á erfðaefni er annaðhvort átt við innflutning á sæði holdanauta eða fósturvísum úr kúm frá Noregi.

Ekki eru allir sammála um ágæti innflutningsins. Gagnrýnendur hans segja innflutninginn leik að eldi og auki hættuna á að til landsins berist búfjársjúkdómar sem ekki þekkist hér á landi. Umsagnaraðilar eru heldur ekki sammála um hvort sé betra að flytja inn sæði eða fósturvísa.

Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir aftur á móti að gagnrýnin sé byggð á veikum grunni og vísar í áhættumat sem LK lét gera í tengslum við innflutning á sæði norskra holdanauta. Hann segir hættuna á að til landsins berist sjúkdómar með sæðinu hverfandi.

„Áhættumatið sem LK lét gera er mun víðtækara en það sem var framkvæmt af Matvælastofnun. Mat LK tekur til um 50 sjúkdóma en mat Matvælastofnunar ekki nema til 16.“

Frumvarpið er enn í meðförum Alþingis og bíður annarra og þriðju umræðu. Holdakýr hér á landi eru yfirleitt sæddar í júlí og fram í september og því skammur tími til stefnu eigi innflutningurinn að nýtast bændum á þessu ári.

– Sjá nánar á blaðsíðu 2 í Bændablaðinu,

Refaveiði í Skaftárhreppi
Fréttir 19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti nýlega skipulag um refaveiðar í sveitarfél...

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Leyfir ekki sandnám
18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Skýrsla um raunveruleikann
18. september 2024

Skýrsla um raunveruleikann

Subbu-Jobbi
18. september 2024

Subbu-Jobbi

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi
19. september 2018

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi

Refaveiði í Skaftárhreppi
19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi