Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skammur tími til stefnu
Fréttir 11. júní 2015

Skammur tími til stefnu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í vor lagði Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðar­ráðherra fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir að heimilað verði að flytja inn erfðaefni úr norskum holdanautgripum. Tilgangurinn með innflutningnum er að auka nautakjötsframleiðslu í landinu.

Þegar talað er um innflutning á erfðaefni er annaðhvort átt við innflutning á sæði holdanauta eða fósturvísum úr kúm frá Noregi.

Ekki eru allir sammála um ágæti innflutningsins. Gagnrýnendur hans segja innflutninginn leik að eldi og auki hættuna á að til landsins berist búfjársjúkdómar sem ekki þekkist hér á landi. Umsagnaraðilar eru heldur ekki sammála um hvort sé betra að flytja inn sæði eða fósturvísa.

Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir aftur á móti að gagnrýnin sé byggð á veikum grunni og vísar í áhættumat sem LK lét gera í tengslum við innflutning á sæði norskra holdanauta. Hann segir hættuna á að til landsins berist sjúkdómar með sæðinu hverfandi.

„Áhættumatið sem LK lét gera er mun víðtækara en það sem var framkvæmt af Matvælastofnun. Mat LK tekur til um 50 sjúkdóma en mat Matvælastofnunar ekki nema til 16.“

Frumvarpið er enn í meðförum Alþingis og bíður annarra og þriðju umræðu. Holdakýr hér á landi eru yfirleitt sæddar í júlí og fram í september og því skammur tími til stefnu eigi innflutningurinn að nýtast bændum á þessu ári.

– Sjá nánar á blaðsíðu 2 í Bændablaðinu,

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...