Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Skammur tími til stefnu
Fréttir 11. júní 2015

Skammur tími til stefnu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í vor lagði Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðar­ráðherra fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir að heimilað verði að flytja inn erfðaefni úr norskum holdanautgripum. Tilgangurinn með innflutningnum er að auka nautakjötsframleiðslu í landinu.

Þegar talað er um innflutning á erfðaefni er annaðhvort átt við innflutning á sæði holdanauta eða fósturvísum úr kúm frá Noregi.

Ekki eru allir sammála um ágæti innflutningsins. Gagnrýnendur hans segja innflutninginn leik að eldi og auki hættuna á að til landsins berist búfjársjúkdómar sem ekki þekkist hér á landi. Umsagnaraðilar eru heldur ekki sammála um hvort sé betra að flytja inn sæði eða fósturvísa.

Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir aftur á móti að gagnrýnin sé byggð á veikum grunni og vísar í áhættumat sem LK lét gera í tengslum við innflutning á sæði norskra holdanauta. Hann segir hættuna á að til landsins berist sjúkdómar með sæðinu hverfandi.

„Áhættumatið sem LK lét gera er mun víðtækara en það sem var framkvæmt af Matvælastofnun. Mat LK tekur til um 50 sjúkdóma en mat Matvælastofnunar ekki nema til 16.“

Frumvarpið er enn í meðförum Alþingis og bíður annarra og þriðju umræðu. Holdakýr hér á landi eru yfirleitt sæddar í júlí og fram í september og því skammur tími til stefnu eigi innflutningurinn að nýtast bændum á þessu ári.

– Sjá nánar á blaðsíðu 2 í Bændablaðinu,

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...