Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Nythæsta kýrin mjólkaði 14.199 kíló
Fréttir 24. janúar 2018

Nythæsta kýrin mjólkaði 14.199 kíló

Höfundur: Vilmundur Hansen

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2017 hafa verið reiknaðar og birtar á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, www.rml.is.

Niðurstöðurnar eru þær helstar að 26.352,1 árskýr skilaði 6.159 kg nyt að meðaltali. Það er afurðaaukning um 30 kg frá árinu 2016 en þá skiluðu 24.999,2 árskýr meðalnyt upp á 6.129 kg. Jafnframt eru þetta mestu meðalafurðir frá upphafi vega og annað árið í röð sem þær ná yfir 6.000 kg eftir árskú. Þessi afurðaaukning er mjög athyglisverð í ljósi þess að nú eru allir mjólkurframleiðendur í skýrsluhaldi og árskúm fjölgaði milli ára um nálægt 1.350 talsins, einkum vegna þess.

Mestar meðalafurðir 2017 voru í Skagafirði eða 6.537 kg eftir árskú. Meðalbústærð reiknaðist 45,4 árskýr á árinu 2017 en sambærileg tala var 43,5 árið á undan. Meðalbústærð reiknuð í skýrslufærðum kúm var nú 60,9 kýr en 2016 reiknuðust þær 59,5.

Ársuppgjör afurðaskýrsluhaldsins í mjólkurframleiðslunni 2017 á heimasíðau RML.

 

 

 

 

Skylt efni: RML. Afurðir | Kýr | Mjólk

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...