Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Myndir ekki í samræmi við eftirlitsheimsóknir
Fréttir 10. febrúar 2023

Myndir ekki í samræmi við eftirlitsheimsóknir

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Síðastliðinn fimmtudag greindi Dýraverndarsamband Íslands frá því á vef sínum að því hefði borist ábending um búfénað á bæ í Skagafirði sem væri í alvarlegum vanhöldum.

Matvælastofnun greindi í kjölfarið frá þremur eftirlitsheimsóknum á bæinn, í nóvember, desember og í lok janúar, sem hún hafi farið í eftir ábendingar.

Þar kemur fram að í heimsókninni í nóvember, sem var óboðuð, hafi frávik um hreinleika nokkurra gripa verið skráð – og athugasemd gerð við herðakambslá – en engin önnur frávik í hinum eftirlitsheimsóknunum.

Í umfjöllun DÍS um málið kom fram að sambandið hefði séð myndefni sem sýndi horaðan búfénað sem stæði skítugur í mykju upp að hnjám, ábendingin hafi átt við um ástandið á bænum um viku eftir að eftirlit Matvælastofnunar fór fram á bænum í nóvember.

Matvælastofnun segir að þær myndir sem hún hafi fengið af meintu ástandi, gefi ekki rétta mynd af holdafari nautgripanna eða aðstæðum á bænum á því tímabili sem eftirlitsheimsóknirnar ná til. Þær séu því ekki í samræmi við aðstæður eins og þær birtust eftirlitsmönnum í þau þrjú skipti sem stofnuninni bárust ábendingar um umhirðu og aðbúnað nautgripa á bænum.

Skoðunaratriði hafi verið metin í samræmi við skoðunarhandbók sem gefin var út varðandi nautgripaeldi og áfram muni búfjárhald á bænum sæta reglubundnu eftirliti.

Fréttin hefur verið uppfærð.

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...