Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Myndir ekki í samræmi við eftirlitsheimsóknir
Fréttir 10. febrúar 2023

Myndir ekki í samræmi við eftirlitsheimsóknir

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Síðastliðinn fimmtudag greindi Dýraverndarsamband Íslands frá því á vef sínum að því hefði borist ábending um búfénað á bæ í Skagafirði sem væri í alvarlegum vanhöldum.

Matvælastofnun greindi í kjölfarið frá þremur eftirlitsheimsóknum á bæinn, í nóvember, desember og í lok janúar, sem hún hafi farið í eftir ábendingar.

Þar kemur fram að í heimsókninni í nóvember, sem var óboðuð, hafi frávik um hreinleika nokkurra gripa verið skráð – og athugasemd gerð við herðakambslá – en engin önnur frávik í hinum eftirlitsheimsóknunum.

Í umfjöllun DÍS um málið kom fram að sambandið hefði séð myndefni sem sýndi horaðan búfénað sem stæði skítugur í mykju upp að hnjám, ábendingin hafi átt við um ástandið á bænum um viku eftir að eftirlit Matvælastofnunar fór fram á bænum í nóvember.

Matvælastofnun segir að þær myndir sem hún hafi fengið af meintu ástandi, gefi ekki rétta mynd af holdafari nautgripanna eða aðstæðum á bænum á því tímabili sem eftirlitsheimsóknirnar ná til. Þær séu því ekki í samræmi við aðstæður eins og þær birtust eftirlitsmönnum í þau þrjú skipti sem stofnuninni bárust ábendingar um umhirðu og aðbúnað nautgripa á bænum.

Skoðunaratriði hafi verið metin í samræmi við skoðunarhandbók sem gefin var út varðandi nautgripaeldi og áfram muni búfjárhald á bænum sæta reglubundnu eftirliti.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...