Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Myndir ekki í samræmi við eftirlitsheimsóknir
Fréttir 10. febrúar 2023

Myndir ekki í samræmi við eftirlitsheimsóknir

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Síðastliðinn fimmtudag greindi Dýraverndarsamband Íslands frá því á vef sínum að því hefði borist ábending um búfénað á bæ í Skagafirði sem væri í alvarlegum vanhöldum.

Matvælastofnun greindi í kjölfarið frá þremur eftirlitsheimsóknum á bæinn, í nóvember, desember og í lok janúar, sem hún hafi farið í eftir ábendingar.

Þar kemur fram að í heimsókninni í nóvember, sem var óboðuð, hafi frávik um hreinleika nokkurra gripa verið skráð – og athugasemd gerð við herðakambslá – en engin önnur frávik í hinum eftirlitsheimsóknunum.

Í umfjöllun DÍS um málið kom fram að sambandið hefði séð myndefni sem sýndi horaðan búfénað sem stæði skítugur í mykju upp að hnjám, ábendingin hafi átt við um ástandið á bænum um viku eftir að eftirlit Matvælastofnunar fór fram á bænum í nóvember.

Matvælastofnun segir að þær myndir sem hún hafi fengið af meintu ástandi, gefi ekki rétta mynd af holdafari nautgripanna eða aðstæðum á bænum á því tímabili sem eftirlitsheimsóknirnar ná til. Þær séu því ekki í samræmi við aðstæður eins og þær birtust eftirlitsmönnum í þau þrjú skipti sem stofnuninni bárust ábendingar um umhirðu og aðbúnað nautgripa á bænum.

Skoðunaratriði hafi verið metin í samræmi við skoðunarhandbók sem gefin var út varðandi nautgripaeldi og áfram muni búfjárhald á bænum sæta reglubundnu eftirliti.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...