Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Aðgerða krafist strax vegna neyðarástands
Fréttir 4. maí 2015

Aðgerða krafist strax vegna neyðarástands

Höfundur: smh

Í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér kemur fram að staðan sé alvarlegust í alifugla- og svínarækt þar sem að engin heilbrigðiskoðun getur átt sér stað á meðan verkfall dýralækna hjá Matvælastofnun stendur yfir. „Vegna þessa er velferð dýranna ógnað þar sem að þéttleiki í eldishúsum er kominn yfir leyfileg mörk. Þá hefur lausafjárstaða búanna versnað hratt, þar sem þau koma ekki kjöti á markað sem aftur dregur fljótt úr getu þeirra til að kaupa fóður og önnur nauðsynleg aðföng til að sinna dýrunum. Verkfallið getur hreinlega knúið sum þeirra í gjaldþrot og valdið mikilli röskun á kjötframleiðslu í landinu, langt umfram þann tíma sem verkfallið sjálft mun standa,“ segir í tilkynningunni.

Af þessu tilefni sendu Bændasamtökin í dag bréf til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem hinu grafalvarlega ástandi er lýst og aðgerða krafist strax vegna þessa neyðarástands. Samtökin leggja þunga áherslu á að ráðherra geri allt sem í hans valdi stendur til að stuðla að lausn deilunnar enda ber hann ábyrgð á framkvæmd laga um velferð dýra. 

Þá hefur fulltrúi Bændasamtakanna í fagráði um velferð dýra farið fram á að ráðið verði nú þegar kallað saman til að fjalla um um þessa alvarlegu stöðu.  Ráðið starfar samkvæmt lögum um velferð dýra og er meðal annars ætlað að að fylgjast með þróun dýravelferðarmála og upplýsa Matvælastofnun um mikilvæg málefni á sviði velferðar dýra.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...