Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Aðgerða krafist strax vegna neyðarástands
Fréttir 4. maí 2015

Aðgerða krafist strax vegna neyðarástands

Höfundur: smh

Í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér kemur fram að staðan sé alvarlegust í alifugla- og svínarækt þar sem að engin heilbrigðiskoðun getur átt sér stað á meðan verkfall dýralækna hjá Matvælastofnun stendur yfir. „Vegna þessa er velferð dýranna ógnað þar sem að þéttleiki í eldishúsum er kominn yfir leyfileg mörk. Þá hefur lausafjárstaða búanna versnað hratt, þar sem þau koma ekki kjöti á markað sem aftur dregur fljótt úr getu þeirra til að kaupa fóður og önnur nauðsynleg aðföng til að sinna dýrunum. Verkfallið getur hreinlega knúið sum þeirra í gjaldþrot og valdið mikilli röskun á kjötframleiðslu í landinu, langt umfram þann tíma sem verkfallið sjálft mun standa,“ segir í tilkynningunni.

Af þessu tilefni sendu Bændasamtökin í dag bréf til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem hinu grafalvarlega ástandi er lýst og aðgerða krafist strax vegna þessa neyðarástands. Samtökin leggja þunga áherslu á að ráðherra geri allt sem í hans valdi stendur til að stuðla að lausn deilunnar enda ber hann ábyrgð á framkvæmd laga um velferð dýra. 

Þá hefur fulltrúi Bændasamtakanna í fagráði um velferð dýra farið fram á að ráðið verði nú þegar kallað saman til að fjalla um um þessa alvarlegu stöðu.  Ráðið starfar samkvæmt lögum um velferð dýra og er meðal annars ætlað að að fylgjast með þróun dýravelferðarmála og upplýsa Matvælastofnun um mikilvæg málefni á sviði velferðar dýra.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...