Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Mjólkurlaus jógúrt búin til úr kókossafa?
Mjólkurlaus jógúrt búin til úr kókossafa?
Fréttir 13. mars 2019

Bændur þurfa að aðlaga framleiðslu sína að breyttum tímum

Höfundur: Bondebladet - ehg
Á dögunum hélt Ian Proudfoot, landbúnaðarsérfræðingur frá ráðgjafarfyrirtækinu KPMG á Nýja-Sjálandi, áhugaverðan fyrirlestur á ráðstefnunni Matur og landbúnaður 2019 í Noregi. Í fyrirlestri sínum boðaði Ian alheims landbúnaðarbyltingu þar sem kjötneysla mun breytast verulega vegna loftslagsbreytinga, umhverfis og dýravelferðar. 
 
Meginþema ráðstefnunnar fjallaði um það hvernig loftslagsbreytingar hafa áhrif á bæði framleiðslu og neyslu á matnum sem við lifum á. Nýsjálendingurinn sagði í sínum fyrirlestri að þetta geti haft í för með sér dramatískar breytingar fyrir húsdýrabændur en einnig nýja möguleika. Hann spáir því einnig að fyrir þá bændur sem fylgja þróuninni geti það þýtt í framtíðinni að kjöt verði ábatasöm útflutningsvara.  
 
Gríðarlegt fjárfestingarstökk
 
Ian hefur þá skoðun að landbúnaður hafi lítið breyst undanfarin þúsund ár en að tækni- og líffræðileg þróun sé byrjuð og muni í nánustu framtíð færa fólki nýjar vörur sem séu sérsniðnar fyrir siðferðilegt val fólks sem hugar jafnframt að heilsunni. Hann segir landbúnað vera dínamískasta hagkerfið í alþjóðlegu samhengi og sú grein sem hafi mesta möguleika á að breytast næstu tíu til fimmtán árin. Skýringin á því eru peningar og útskýrir Ian að fyrir tíu árum var fjárfest fyrir undir einum milljarði dollara á ári í nýsköpun í tilfærslutækni, tækni sem getur orðið til þess að breyta eða rífa niður á harkalegan máta þau viðskiptamódel sem eru við lýði. Undanfarin ár hafa fjárfestingar vaxið um hátt í níu milljarða dollara í landbúnaðargeiranum. Vegna þessara miklu upphæða geta breytingarnar gerst mjög hratt að mati Ian. 
 
Markaðsvæðing á ræktuðu kjöti
 
Athyglin á kjöt og kolefnisfótspor eykst í hinum vestræna heimi og segir Ian að hinn mikli skriðþungi á vegan og valkosti fyrir grænmetisætur nokkuð sem skilur Evrópu að frá öðrum heimshlutum. Að mati Ian er þó ekki plöntufæði fyrir grænmetisætur ógnun við húsdýraframleiðendur, heldur sé það þróun og markaðsvæðing á því sem hann kallar ræktað eða tilbúið kjöt og fiskmeti. 
 
Ian segir að þetta sé öðruvísi en í vegan-stefnunni þar sem þetta sé kjöt í öllum útfærslum sem sé ræktað með stofnfrumum án þess að rækta allt dýrið. Þannig verði dýravelferð óþörf og áhrif á umhverfið mun minni. Innan tíu ára muni tæknin til að framleiða slíkt kjöt þróast hratt þannig að ræktað kjöt á þennan hátt verði þá verulegur hluti af heildarkjötmarkaðnum. 
 
Fleiri valkostir breyta venjum
 
Í mörgum löndum er erfitt fyrir fólk að skilja og setja sig inn í líffræðilega tækni sem lýtur að því að breyta erfðaefnum. Að mati Ians þurfa bændur að skilja hvað neytendum finnst um breytingar á erfðaefnum. Margir sem áður hafa sagt að þeir muni aldrei borða mat sem búinn sé til á þennan hátt kaupa nú til dæmis The impossible foods burger, hamborgara sem hafa erfðabreyttar lífverur í sér. Fyrirtækið notar frumutækni til að búa til ekta kjötvörur og núna hefur keðjan sett á laggirnar þrjú þúsund matsölustaði í Bandaríkjunum og Hong Kong. 
 
Ian Proudfoot.
Sú þróun að fleiri og fleiri kjósa annan valkost en kjöt framleidd með dýrum vegna umhverfissjónarmiða verður næsta skref að fólk velur að kaupa vörur sem hafa lágt kolefnisfótspor eða kolefnisjákvæð matvæli. Þannig sé það verkefni bóndans í dag að aðlaga framleiðsluna á sveitabænum á þann hátt að hún skilji eftir sig jákvætt kolefnisfótspor. Þau lönd sem eru dugleg að miðla því út í heiminn að lítið sé um sýklalyf í framleiðslunni og að vörurnar hafi lágt kolefnisfótspor geta aukið útflutningsmöguleika sína til muna. Ian hefur trú á að neytendur séu til í að borga hærra verð fyrir slíkar vörur og að frásagnir og sögur verði mikilvægari en nokkru sinni fyrr í matvælaiðnaði. Ian telur að neytendur hafi ekki sérstakan áhuga á að stórar verslunarkeðjur stýri kaupvenjum þeirra. Úti um allan heim séu stafrænar lausnir áskorun fyrir þróuð viðskiptamódel. Hann segir að hefðbundnir sölumenn muni halda velli en að völdin og áhrifin yfir vali neytenda verði eytt á alþjóðavísu.  

2 myndir:

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...