Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Villtum dýrum fækkar hratt
Fréttir 28. október 2022

Villtum dýrum fækkar hratt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talið er að villtum dýrum í heiminum hafi fækkað um nálega 70% á árunum frá 1970 til 2018. Fækkunin er að stærstum hluta rakin til ágangs manna inn á búsvæði dýranna og ofveiði.

Samkvæmt útreikningum sem birtast í Living planet report 2022 er talið að villtum dýrum í heiminum hafi fækkað um tæplega 70% á þeim 50 árum sem könnunin nær yfir, frá 1970 til 2018. Skýrslan er unnin af Alþjóðasjóði villtra dýra (WWF) breskum dýrafræðisamtökum (ZSL). Í sambærilegi skýrslu sem kom út 2020 var áætlað að fækkunin næmi um 60%.

Mest er fækkunin í Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og í höfunum. Helstu orsakir fækkunarinnar eru sagðar vera skógarhögg, ofveiðar, mengun, eyðing náttúrulegra heimkynna dýranna, landbúnaður og hlýnun andrúmsloftsins.

Í skýrslunni segir að til þess að vernda eftirlifandi villt dýr og dýrastofna verði að skipuleggja landnotkun og draga úr ofveiði því að ef ekkert verði að gert sé ekki lagt í að það sem við köllum villt dýr finnist aðeins í dýragörðum.

Skylt efni: dýravelferð | villt dýr

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...