Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Villtum dýrum fækkar hratt
Fréttir 28. október 2022

Villtum dýrum fækkar hratt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talið er að villtum dýrum í heiminum hafi fækkað um nálega 70% á árunum frá 1970 til 2018. Fækkunin er að stærstum hluta rakin til ágangs manna inn á búsvæði dýranna og ofveiði.

Samkvæmt útreikningum sem birtast í Living planet report 2022 er talið að villtum dýrum í heiminum hafi fækkað um tæplega 70% á þeim 50 árum sem könnunin nær yfir, frá 1970 til 2018. Skýrslan er unnin af Alþjóðasjóði villtra dýra (WWF) breskum dýrafræðisamtökum (ZSL). Í sambærilegi skýrslu sem kom út 2020 var áætlað að fækkunin næmi um 60%.

Mest er fækkunin í Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og í höfunum. Helstu orsakir fækkunarinnar eru sagðar vera skógarhögg, ofveiðar, mengun, eyðing náttúrulegra heimkynna dýranna, landbúnaður og hlýnun andrúmsloftsins.

Í skýrslunni segir að til þess að vernda eftirlifandi villt dýr og dýrastofna verði að skipuleggja landnotkun og draga úr ofveiði því að ef ekkert verði að gert sé ekki lagt í að það sem við köllum villt dýr finnist aðeins í dýragörðum.

Skylt efni: dýravelferð | villt dýr

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...