Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Villtum dýrum fækkar hratt
Fréttir 28. október 2022

Villtum dýrum fækkar hratt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talið er að villtum dýrum í heiminum hafi fækkað um nálega 70% á árunum frá 1970 til 2018. Fækkunin er að stærstum hluta rakin til ágangs manna inn á búsvæði dýranna og ofveiði.

Samkvæmt útreikningum sem birtast í Living planet report 2022 er talið að villtum dýrum í heiminum hafi fækkað um tæplega 70% á þeim 50 árum sem könnunin nær yfir, frá 1970 til 2018. Skýrslan er unnin af Alþjóðasjóði villtra dýra (WWF) breskum dýrafræðisamtökum (ZSL). Í sambærilegi skýrslu sem kom út 2020 var áætlað að fækkunin næmi um 60%.

Mest er fækkunin í Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og í höfunum. Helstu orsakir fækkunarinnar eru sagðar vera skógarhögg, ofveiðar, mengun, eyðing náttúrulegra heimkynna dýranna, landbúnaður og hlýnun andrúmsloftsins.

Í skýrslunni segir að til þess að vernda eftirlifandi villt dýr og dýrastofna verði að skipuleggja landnotkun og draga úr ofveiði því að ef ekkert verði að gert sé ekki lagt í að það sem við köllum villt dýr finnist aðeins í dýragörðum.

Skylt efni: dýravelferð | villt dýr

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...