Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Villtum dýrum fækkar hratt
Fréttir 28. október 2022

Villtum dýrum fækkar hratt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talið er að villtum dýrum í heiminum hafi fækkað um nálega 70% á árunum frá 1970 til 2018. Fækkunin er að stærstum hluta rakin til ágangs manna inn á búsvæði dýranna og ofveiði.

Samkvæmt útreikningum sem birtast í Living planet report 2022 er talið að villtum dýrum í heiminum hafi fækkað um tæplega 70% á þeim 50 árum sem könnunin nær yfir, frá 1970 til 2018. Skýrslan er unnin af Alþjóðasjóði villtra dýra (WWF) breskum dýrafræðisamtökum (ZSL). Í sambærilegi skýrslu sem kom út 2020 var áætlað að fækkunin næmi um 60%.

Mest er fækkunin í Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og í höfunum. Helstu orsakir fækkunarinnar eru sagðar vera skógarhögg, ofveiðar, mengun, eyðing náttúrulegra heimkynna dýranna, landbúnaður og hlýnun andrúmsloftsins.

Í skýrslunni segir að til þess að vernda eftirlifandi villt dýr og dýrastofna verði að skipuleggja landnotkun og draga úr ofveiði því að ef ekkert verði að gert sé ekki lagt í að það sem við köllum villt dýr finnist aðeins í dýragörðum.

Skylt efni: dýravelferð | villt dýr

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...