Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Aukin dýravelferð er forgangsmál
Fréttir 8. september 2016

Aukin dýravelferð er forgangsmál

Bændasamtök Íslands (BÍ) lýsa yfir stuðningi við tillögu atvinnuveganefndar Alþingis um nýtt ákvæði í búvörulögum sem kveður á um að fella niður opinberan stuðning við bændur sem sakfelldir eru fyrir brot á lögum um velferð dýra.

Í tilkynningu frá BÍ kemur fram að aukin velferð dýra í íslenskum landbúnaði sé eitt af forgangsmálum Bændasamtakanna. Þau vilja þó minna á að sem betur fer heyra gróf brot til algjörra undantekninga.

„Bændasamtökin hafa unnið með stjórnvöldum að innleiðingu nýrra og framsækinna laga og reglugerða um dýravelferð sem bæta aðbúnað enn frekar. Tillögur atvinnuveganefndar um niðurfellingu opinbers stuðnings vegna brota á þessum lögum ríma því vel við áherslur stjórnvalda og Bændasamtaka Íslands.

Það er afstaða samtakanna að ekki eigi á nokkurn hátt að ýta undir illa meðferð á dýrum. Þau fagna allri umræðu og aðgerðum sem stuðla að aukinni dýravelferð, segir í tilkynningunni.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...