Fjórir snillingar
Menning 21. október 2024

Fjórir snillingar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Út er komin önnur bókin í ritröðinni Sagnaþættir úr Borgarfirði.

Fjórir snillingar er heiti bókar sem Helgi Bjarnason blaðamaður hefur tekið saman og gefur nú út en hún er önnur í ritröð sem nefnd er Sagnaþættir úr Borgarfirði.

Í fréttatilkynningu segir að bókin hafi að geyma persónuþætti þar sem sagt sé frá ævi og störfum nokkurra áhugaverðra einstaklinga sem settu svip sinn á samfélagið í Borgarfirði á ýmsum tímum. Fjallað er um tvo bændahöfðingja sem stóðu framarlega í helstu framfaramálum héraðsbúa á fyrri hluta 20. aldarinnar og tvö skáld sem Helgi telur vert að lyfta upp á sjónarsviðið, annað átti sitt blómaskeið fyrir aldamótin 1900 og hitt um aldamótin 1600. Allt hafi þetta verið yfirburðamenn, hver á sínu sviði. Þeir karlar sem eru í aðalhlutverkum í bókinni eru Davíð Þorsteinsson, stórbóndi á Arnbjargarlæk, Kristján F. Björnsson, bóndi og byggingarmeistari á Steinum, Sigurður Eiríksson, afkastamikið skáld og þýðandi og Bjarni skáldi, eða Bjarni Borgfirðingaskáld.

Bókin er fáanleg hjá höfundi.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...

Hrafntinna afmælisbarn
Líf og starf 6. nóvember 2024

Hrafntinna afmælisbarn

Nafn: Hrafntinna Ögmundsdóttir.

Mikilvægustu kosningamál bænda
Líf og starf 6. nóvember 2024

Mikilvægustu kosningamál bænda

Þegar líður að kosningum skiptir máli að vita hvaða málefni brenna á bændum. Bæn...

Auðnutittlingur
Líf og starf 6. nóvember 2024

Auðnutittlingur

Auðnutittlingur er lítill og fíngerður fugl af finkuætt. Hann er langalgengasta ...

Bryndís og Rosemary
Líf og starf 5. nóvember 2024

Bryndís og Rosemary

Kunnar briddskempur, Bryndís Þorsteinsdóttir og Rosemary Shaw, eru Íslandsmeista...

Lopi leiðtoganna
Líf og starf 4. nóvember 2024

Lopi leiðtoganna

Íslenska ullin hefur lengi verið aðaluppistaðan í klæðnaði hérlendis og staðið a...

„... smalinn er alkominn heim“
Líf og starf 4. nóvember 2024

„... smalinn er alkominn heim“

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Stephan G. Stephanssyni.