Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Grísir í garðinum
Fréttir 12. apríl 2018

Grísir í garðinum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Síðustu ár hefur færst í vöxt að bændur og aðrir einstaklingar kaupi einstaka svín til að ala sjálfir, sérstaklega yfir sumartímann.

Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar fyrir þá sem hafa hugsað sér að kaupa grísi þar sem dregin eru fram helstu atriði sem hafa þarf í huga.

Í leiðbeiningunum er farið yfir þær kröfur sem gerðar eru varðandi aðbúnað og velferð dýra og mikilvægi þess að afla sér grunnþekkingar á þörfum og umönnun svína. Ef eigendur hafa í hyggju að selja afurðir svína sinna þurfa þeir jafnframt að kynna sér þær reglur sem gilda um matvælaframleiðslu.

Við svínahald þarf einnig að huga að smitvörnum. Svín geta borið með sér smit, einkum salmonellusmit, og þurfa kaupendur grísa að kynna sér stöðu þess bús sem keypt er frá. Mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir að bannað er að gefa svínum dýraafurðir  (mjólk og egg undanskilin) og eldhúsúrgang sem inniheldur dýraafurðir eða hefur komist í snertingu við dýraafurðir. Fóðrun svína með dýraafurðum eða eldhúsúrgangi getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér enda talin vera ein helsta smitleið alvarlegra smitsjúkdóma í svín.

Leiðbeiningar Matvælastofnunar um kaup á lifandi grísum
 

Skylt efni: Mast | grís | Svín | heimaeldi

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...