Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
MAST tók við dýraeftirliti árið 2014.
MAST tók við dýraeftirliti árið 2014.
Fréttir 5. janúar 2023

Úttekt á umkvörtunum í garð MAST

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) ætlar að vinna úttekt af reynslu fólks af búfjáreftirliti Matvælastofnunar (MAST).

Ætlunin er að afla gagna um gagnrýni og rökstuddar umkvartanir sem hafa verið hafðar í frammi gagnvart dýraeftirliti stofnunarinnar frá árinu 2014, þegar eftirlitið færðist til stofnunarinnar frá sveitarfélögunum.

Mun sambandið leggja fram tillögur til úrbóta þegar niðurstöður úttektarinnar liggja fyrir, en Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður, mun hafa umsjón með henni.

Ákvörðunin um úttektarvinnu DÍS kemur í kjölfar harðrar gagnrýni þess í garð dýraeftirlits MAST í nýlegum málum í Borgarbyggð.

Í tilkynningu DÍS kemur fram að eftirlit með velferð dýra þurfi að vera skilvirkt, gagnsætt og fyrirbyggjandi. Mikilvægt sé að þeir aðilar sem sinna eftirliti með dýravelferð hafi burði til að geta brugðist hratt við þegar kemur að dýrum í neyð og að ferlar séu í samræmi við það.

DÍS leitar til almennings varðandi reynslusögur af úrvinnslu og eftirliti MAST með velferð dýra og biður fólk sem er reiðubúið að veita upplýsingar að hafa samband á abending@dyravernd.is. Fullum trúnaði er heitið.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...