Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
MAST tók við dýraeftirliti árið 2014.
MAST tók við dýraeftirliti árið 2014.
Fréttir 5. janúar 2023

Úttekt á umkvörtunum í garð MAST

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) ætlar að vinna úttekt af reynslu fólks af búfjáreftirliti Matvælastofnunar (MAST).

Ætlunin er að afla gagna um gagnrýni og rökstuddar umkvartanir sem hafa verið hafðar í frammi gagnvart dýraeftirliti stofnunarinnar frá árinu 2014, þegar eftirlitið færðist til stofnunarinnar frá sveitarfélögunum.

Mun sambandið leggja fram tillögur til úrbóta þegar niðurstöður úttektarinnar liggja fyrir, en Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður, mun hafa umsjón með henni.

Ákvörðunin um úttektarvinnu DÍS kemur í kjölfar harðrar gagnrýni þess í garð dýraeftirlits MAST í nýlegum málum í Borgarbyggð.

Í tilkynningu DÍS kemur fram að eftirlit með velferð dýra þurfi að vera skilvirkt, gagnsætt og fyrirbyggjandi. Mikilvægt sé að þeir aðilar sem sinna eftirliti með dýravelferð hafi burði til að geta brugðist hratt við þegar kemur að dýrum í neyð og að ferlar séu í samræmi við það.

DÍS leitar til almennings varðandi reynslusögur af úrvinnslu og eftirliti MAST með velferð dýra og biður fólk sem er reiðubúið að veita upplýsingar að hafa samband á abending@dyravernd.is. Fullum trúnaði er heitið.

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...